Fjölskyldulíf í dag

Kanada og Ísland eru svipuð hvað það snertir að hið gamalkunna fjölskyldumunstur verður sífellt sjaldgæfara. Hér í Kanada er það kallað 'Leave-it-to-Beaver-fjölskyldumunstrið', eftir samnefndum þáttum, en á Íslandi var þetta nú vanalega kallað vísitölufjölskyldan, var það ekki? Hjón með tvö börn.

Nú eru fjölskyldumál orðin svo flókin að það er til að æra óstöðugan. Algengt er að sjá einstæða móður með barn/börn, einstæða feður með barn/börn, fólk í sambúð með barn/börn, hjón eða fólk í sambúð með börn frá fyrri samböndum eða hjónaböndum (stundum þannig að það eru mín börn, þín börn og okkar börn), tveir karlar eða tvær konur með barn/börn, o.s.frv.

Þessi mynd segir allt sem segja þarf:

 

families
Fyrir þá sem eru ekki sterkir í enskunni:
 Barn 1: Hann býr heima hjá mömmu sinni OG pabba sínum OG þau eru GIFT.
Barn 2: Það er dónalegt að stara þótt einhver sé öðruvísi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband