Alveg að verða hálf-kanadísk

Ég fór í heljarinnar læknisskoðun í gær sem auk hinnar venjulegu læknisskoðunar (hlustun, kíkja í eyru og háls, berja með hamri í hné ...) innihélt röntgenmynd af brjóstkassa, þvagprufu og blóðprufu (þar sem helst er leitað að syphillis og HIV). Allt tók þetta um klukkutíma og tæplega þrjúhundruð dollara (18.000 krónur).  Og ástæðan? Kanadamenn vilja ekki gefa veiku fólki ótakmarkaða landvist. Þessi læknisskoðun var sem sagt hluti af innflytjendaumsókn minni.

Fyrir þá sem ekki vita er hægt að dvelja í Kanada á ferns konar leyfum: 1. Sem ferðamaður (takmarkað við sex mánuði); á tímabundnu dvalaleyfi (svo sem atvinnuleyfi eða námsleyfi, lengd mismunandi eftir aðstæðum); á ótakmörkuðu leyfi (permanent residency - hægt að vinna og fara í skóla og gera það sem manni sýnist eins lengi og maður vill svo framarlega sem maður býr í landinu. Ef maður flytur burt missi maður þessi réttindi eftir tvö ár); sem ríkisborgari.

Ég hef alltaf verið á þessum takmörku leyfum og núna þýðir það t.d. að ég þarf að fara úr landinu um leið og ég er búin í skólanum. Fyrir rúmum tveimur árum sótti ég um breytingu á leyfinu í hið varanlega leyfi, svo ég geti verið hér áfram ef mér sýnist svo, og það er svo mikið að gera á skrifstofunni í London að svona löng er nú biðin orðin. Fyrr í vikunni fékk ég svo loks boð um að fara í læknisskoðun (og um að borga leyfisgjaldið - sem kemur ofan á umsóknagjaldið) og það er í raun það fyrsta sem ég heyri frá þeim um að þeir séu loks farnir að kíkja á umsóknina mína. Nú gætu hlutirnir reyndar farið að gerast hratt. Það tekur um viku að fá læknisgögnin og þá verða þau send með hraði til London. Ég ætla að vera búin að borga gjaldið fyrir þann tíma og eftir það er líklegt að þeir heimti íslenska vegabréfið mitt svo þeir geta gengið lokaskrefið í að veita mér þennan status. Og á meðan þeir hafa vegabréfið get ég ekki farið spönn úr rassi og þess vegna þori ég ekki að kaupa flug heim um jólin. Mun ekki gera það fyrr en ég verð búin að fá passann minn til baka, og komið með 'permanent residency' kortið í hendurnar.

Ég get síðan sótt um kanadískan ríkisborgararétt tveimur árum síðar, ef ég vil, en það gæti verið ágætur kostur ef ég verð hér eitthvað áfram. Nú þegar Ísland leyfir tvöfaldan ríkisborgararétt getur það verið gott mál.

En í fullkomnum heimi fæ ég vinnu við háskóla á Íslandi og kem heim að námi loknu. En ekki hafa nú verið auglýstar margar stöður í málvísindum á Fróni undanfarin tíu ár eða svo. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Viltu vinna í þvottahúsi? Þar er þörf á málvísindum í dag.

Þröstur Unnar, 22.9.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ja, ég fæ alla vega ekki vinnu í banka. Þar er íslenskan víst ekki notuð lengur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:19

3 identicon

Thu faerd orugglega vinnu i leikskola...og tha kaemi ser orugglega vel ad vera half-kanadisk, thvi bornin yrdu an efa fyrir lettu afalli ef leikskolakennarinn taladi objagada islensku! 

Rut (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 07:58

4 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Það er nóg að gera í þýðingunum. Komdu bara til okkar Matta. Laun samkvæmt afköstum...

Gísli Ásgeirsson, 25.9.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband