Bara svona venjulegur dagur.
25.9.2007 | 06:27
Þetta var tíðindalaus dagur. Svaf alveg til níu og tók morguninn rólega. Gerði nokkra hluti sem ég þurfti að gera en gekk ekkert fram af mér. Hitti Marion í Cliffhanger á hádegi og við klifruðum í tæpa tvo tíma. Ég stóð mig þokkalega. Okkar vanalega strákagengi var ekki á staðnum. Með haustinu virðist stundaskrá allra hafa riðlast og maður rekst ekki á sama fólkið lengur á sama tíma. Sumir eru náttúrulega í skóla og eru farnir að mæta í tíma en það á ekkert við um alla.
Eftir að ég kom heim vann ég að nýrri grein sem ég ætla að skrifa byggða á nýjustu hugmyndum mínum um framvinduhorf og um fimm leytið hringdi Tim í mig. Við höfum ekki talað saman lengi þannig að við við höfðum um margt að spjalla. Eftir að ég kvaddi hann fékk ég mér kvöldverð (þessa fínu pítu með íslensku pítusósunni sem Axel og María færðu mér - takk fyrir það), vann svolítið að ritgerðinni og horfði svo á sjónvarp. Í kvöld var sýndur fyrsti þátturinn í nýrri seríu um Mr. Monk. Frábært. Hann var góður að venju. Gott að vetradagskráin er að hefjast.
Sem sagt, ekki frá neinu að segja en bloggaði samt.
Athugasemdir
takk fyrir það
Hrabba (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.