Um dásemdir baðferða

Ég held svei mér þá að baðkör komist á topp tíu listann yfir bestu uppfinningarnar. Það er hreint ótrúlega gott að liggja í heitu baði og slaka á. Ég segi nú bara sturta schmurta (eða sturta hvað?). Tek baðkarið fram yfir anyday. Þegar mér líður illa eða er í vondu skapi læt ég oft renna í bað og það er fátt sem hjálpar betur í slíkum tilfellum. Enda var það orðið þannig þegar ég bjó með Tim að ef honum fannst ég ekki nógu kát þá lét hann renna í bað fyrir mig. Sérstaklega þegar ég var eitthvað að gribbast (sem var nú oftast ef ég var orðin of svöng - og þá var stundum betra að borða bara eitthvað).

Í ultimate á sunnudaginn gerði Ryan einhvern fjandann við annan kálfvöðvann á sér. Hann var alla vega draghaltur og gat ekki haldið áfram að spila. Hann dauðskammaðist sín vegna þess að hann sagði að það hefði í raun ekkert gerst. Hann var bara að hlaupa og fékk allt í einu þennan hroðalega verk í vöðvann. Hann keyrði mig heim á eftir og ég sendi hann heim með þau skilagoð að fara í heitt bað til að slaka á. Stundum gerist það að vöðvarnir kreppast saman til að verja eitthvað sem þeir halda að séu meiðsli. Þá er aðalatriðið að teygja á vöðvunum og fá þá svo til að slaka á og verkurinn sama sem hverfur. Þetta hefur komið fyrir mig í fótboltanum og sjúkraþjálfi sem þá var með einni stelpunni í liðinu sýndi mér hvað ætti að gera. Alla vega, í gær þegar við Marion fórum að klifra spurði ég hana að því hvernig Ryan hefði það og hún sagði að hann hlyti að hafa verið hrikalega sár því hann hefði farið í bað þegar hann kom heim og verið þar í þrjá klukkutíma. Við þetta bætti hún: "Ég er alltaf að reyna að draga hann í bað en hann vill ekki sjá það. En þarna fór hann sjálfviljugur." Þegar ég sagði henni að ég hefði skipað honum að fara í bað varð hún hálf móðguð og sagðist ekki skilja af hverju hann fer í bað þegar ég segi það en ekki þegar hún segir það. Kannski hann hafi meiri trú á mínum ráðum við íþróttameiðslum en Marion sem harðneitar að stunda neitt sem inniheldur hlaup.

En það sem ég vildi segja: Baðferðir eru dásamlegar.

Mæli samt með því að fólk hafi vakandi auga yfir baðinu á meðan látið er renna í það. Hef einu sinni látið flæða úr baði yfir öll gólf (parket) heima hjá mömmu og pabba. Það var ekki vinsælt. En í staðinn fékk mamma alveg nýtt gólf og drifið var í breytingum sem hún hafði hvort eð er alltaf viljað láta gera! Þannig að kannski var það lán í óláni að ég gleymdi mér yfir Mogganum frammi í eldhúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ef honum fannst ég ekki nógu kát þá lét hann renna í bað fyrir mig...

Og virkadi thad?? Thad hefur ekki frekar verid hitt...ef thu varst of kat, tha sendi hann thig i kalda sturtu?? eda??

Rut (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ósammála, sturtu schmurtu anyday ... Og svo sund, sko.

Berglind Steinsdóttir, 25.9.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gera karlmenn það nokkurn tímann? En ég sé að það má misskilja orðalagið

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.9.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband