Ekki nógu nákvæm frétt

Fréttin á mogganum um kanadíska þjófinn sem hlóð mynd af sér á netið er mjög ónákvæm og væri kannski betra fyrir moggann að taka hana frá kanadískum blöðum en úr dönskum blöðum.

Ég er búin að reyna að blogga um fréttina en tengingin datt út. Ég veit ekki hvort ég gerði eitthvað vitlaust eða hvort lokað var á það. Ég prófaði nokkrum sinnum og varð alltaf að henda út færslunum því það kom aldrei tenging á milli. En hér er umrædd frétt ef þið hafið ekki séð hana: http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1293278v 

Í fyrsta lagi, það veit enginn hvort þetta er þjófurinn eða ekki. Þetta gæti t.d. verið einhver sem keypti stolnu tölvuna af þjófnum. Sex tölvur voru teknar við innbrotið og ég efast um að þjófarnir haldi öllum tölvunum til einkanota. Þar að auki náðust myndir af þjófunum tveim á öryggismyndavél fyrirtækisins og þessi náungi virðist hvorugur þeirra. Hér er myndin af þjófunum: http://billmacewen.com/blog/2007/09/24/more-images/

Í öðru lagi hlóð maðurinn myndinni ekki inn á netið sjálfur. Tölvan var útbúin einhvers konar búnaði sem var þannig að um leið og ákveðið forrit var notað til að taka myndir þá sendi forritið myndina beint inn á flickr. Þetta var ekki sett upp sem öryggisatriði heldur var vélinni stillt upp í fyrirtækinu þaðan sem henni var stolið, og gerðu starfsmenn þetta sér til gamans að þegar fólk tók myndir af sér með PhotoBooth þá var myndin strax send á flickr. Ef þið farið á síðuna sem vísað var á í fréttinni (http://www.flickr.com/photos/workspace/) sjáið þið einmitt alls konar fólk á staðnum. Þetta þýðir að þegar maðurinn umræddi notaði forritið til að taka af sér mynd þá var myndin umsvifalaust á flickr síðu fyrirtækisins (Workspace). Hann var því kannski ekki gáfaður en ekki nærri eins heimskur og halda má miðað við fréttaflutninginn hér. Enda er alveg ljóst að ef hann hefði sent myndina sjálfur inn á eigin flickr síðu hefði enginn vitað af því að um þessa tölvu var að ræða. Lögreglan liggur ekki á netinu og skoðar númerið á öllum tölvum sem tengjast netinu. Það var af því að myndin fór inn á þessa ákveðnu síðu sem þetta komst upp.

Það gæti vel verið að þessi maður hafi átt þátt í þjófnaðnum en það er líka alveg mögulegt að hann hafi bara keypt tölvuna af þjófunum. Þetta er svona kanadískt lúkasarmál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er samt algjör bömmer, fyrir þjófinn sko. Voru það Danirnir sem tóku Lúkasinn á þetta mál eða Kanadamenn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held að það sé aðallega netið sem ber ábyrgðina. Í kanadísku blöðunum var skýrt tekið fram að það væri ekkert ekkert víst að maðurinn á myndinni væri einn þjófanna en það yrði samt að finna hann því hann gæti vitað hverjir þjófarnir eru.

Á netinu þar sem myndin birtist er athugasemdakerfi og þar eru menn algjörlega komnir á lúkasartripp og virðist umræðan að miklu leyti ganga út á það hversu heimskur maðurinn sé og hvort tattúin hans séu flott eða ekki. Þar er alveg búið að dæma hann. Dönsku blöðin hafa því hugsanlega tekið þetta upp þar en ekki úr kanadísku blöðunum sem voru varkárari. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:15

3 identicon

takk fyrir að leiðrétta þetta ... minnir mann á að lesa allar fréttir með gagnrýni og ekki bara trúa öllu og halda því fram að íslenska fréttakerfið sé það besta ....

Hrabba (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:11

4 identicon

jæja þá er búið að ná þrjótnum + = nei segi bara svona langaði bara að bulla eitthvað :p en það er samt búið að ná honum eða sko hann gaf sig fram!

Hrabba (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband