Reynsla mķn af Stamford Bridge
26.9.2007 | 20:08
Sumariš 1998 fór ég til Englands og var žar ķ nokkra daga. Mig langaši mikiš į leik meš Arsenal en į žessari viku sem ég var žarna spilušu žeir engan heimaleik, ašeins einn leik į śtivelli gegn Chelsea. Oft fį aškomulišin ašeins um 2000 miša į hvern leik og žessir mišar fara yfirleitt alltaf til žeirra sem eiga įrsmiša į leiki félagsins. Žaš var žvķ ekki nokkur leiš aš fį sęti ķ gegnum Arsenal. Ég hringdi žvķ ķ ķslenska feršaskrifstofu sem mér var sagt aš seldi miša į leiki ķ ensku śrvalsdeildinni. Ég fékk nęstum žvķ hjartaįfall žegar mér var sagt hvaš mišarnir myndu kosta žvķ žaš var vel yfir tķužśsund kall. Ég fékk hóstakast og nįši aš stynja upp śr mér einhverri spurningu um hvers vegna verš vęri svona svķviršilega hįtt og fékk aš vita aš feršaskrifstofan fengi mišana frį söluašila sem keypti žį af klśbbnum. Žaš hvarflaši ekki aš mér aš kaupa miša į žessu verši svo ég įkvaš aš prófa annaš rįš. Ég skrifaši beint til Chelsea og baš um miša į leikinn, įsamt žvķ aš gefa žeim upp upplżsingar um vķsakortiš mitt. Um viku seinna fékk ég miša į ódżrasta staš fyrir skķt į priki (um 2000 krónur).
Eini gallinn viš žetta var aušvitaš aš ég sat innan um 40.000 Chelsea ašdįendur meš hjartaš ķ buxunum yfir žvķ aš ef Arsenal skoraši myndi ég kannski gleyma mér og stökkva upp af fögnuši. Žaš reyndist ónaušsynlegur ótti žvķ leikurinn fór 0-0. Kannski eins gott fyrir mig. Žar aš auki hefši ég aldrei séš mark ef žaš hefši veriš skoraš žvķ ķ hvert sinn sem boltinn nįlgašist annaš hvort markiš stóšu allir upp og ég sį ekki baun.
En žaš var aušvitaš magnaš aš fara į leik og ég prófaši meira aš segja aš borša pylsurnar žeirra sem eru beinlķnis pylsa ķ brauši meš sirka fjórum hrįum laukum, vašandi ķ olķu. Athyglisvert.
Chelsea lękkar mišaveršiš | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.