Harkan að aukast

Hokkí-tímabilið hefst ekki fyrir alvöru fyrr en í næstu viku en nú þegar hefur komið upp alvarlegt atvik í leik sem minnir á atvikið fyrir þremur árum þegar Todd Bertuzzi hálsbraut einn leikmanna Colarado. Að þessu sinni var það nýliði Philadelphia Flyers, Steve Downie, sem lét öxlina vaða í höfuð leikmanns Ottawa Senators, Dean MacAmmond sem borinn var af leikvelli. Ekkert brotnaði en hann fékk slæman heilahristing og þar sem það er í annað skiptið sem það gerist (var laminn af öndinni Chris Pronger í vor) er óvíst með framtíð hans í hokkíinu. Málið er að þetta er ekki beinlínis Downie að kenna. Hann er ungur strákur sem er að reyna að vinna sér sæti í liðinu með því að sýna líkamsstyrk. Anaheim Ducks spiluðu mjög harkalegan leik í fyrravetur og uppskáru bikarinn og það virðist hafa haft áhrif á önnur lið sem hafa reynt að koma harðari til leiks í æfingaleikjunum undanfarið. Ég sá það svo sannarlega í leik Calgary og Vancouver um daginn. Það má því búast við breyttum leik í vetur - svona meira í stíl við hvernig leikið var á níunda áratugnum

Hér getið þið séð atvikið í leiknum í gær:
 

 
Hér má sjá annað vídeó þar sem tekin eru saman verstu atriðin í hokkíinu undanfarin ár. Takið eftir að fréttin hefst á árás Bertuzzis á Steve Moore og endar á athugasemd þess sama Bertuzzi fjórum árum áður þegar félagi hans hjá Canucks var sleginn í höfuðið með kylfu:
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið svakalega geta þeir verið brútal í hokkíinu!

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband