Breytingar hjá Law & Order

Og af því að ég var farin að tala um sjónvarpsþætti get ég allt eins haldið áfram um sinn - enda ekki orðin syfjuð þótt komið sé fram yfir miðnætti.

Uppáhaldsþátturinn minn í sjónvarpi hefur lengi verið Law & Order - sá upphaflegi, þótt ég horfi líka alltaf á SVU og stundum á CI. En nú eru framundan heilmiklar breytingar. Vegna þess að Fred Thompson hefur skellt sér í forsetaslaginn mun Arthur Branch láta af störfum saksóknara og aðstoðarsaksóknari, Jack McCoy, leikinn af Sam Waterston, tekur við af honum. Þetta er slæmt mál fyrir okkur aðdáendur Sam Waterstons því við munum sjá mun minna af Jack McCoy í komandi þáttum, enda saksóknarastaðan aldrei verið meira en aukahlutverk í þáttunum. Þó er betra að sjá hann halda áfram í smáhlutverki en að hann hætti í þáttunum, en Sam hefur áður sagt að hann sé orðinn nokkuð þreyttur á McCoy enda búinn að leika hann í ein ellefu ár. 

Leikarinn Linus Roache mun koma inn í þættina sem nýr aðstoðarsaksóknari og Jeremy Sisto mun taka við sem félagi Jesse L. Martin. Mér hefur alltaf leiðst Sisto en ég verð að sætta mig við hann ef ég á að geta horft á þættina. Verst er að það er aðeins búið að skrifa upp á samning við Martin um 13 þætti þannig að það má allt eins vera að hann hverfi á braut um miðjan vetur. Með Waterston í smáhlutverki og Jesse Martin farinn er hægt að segja bless við L&O, þættirnir munu aldrei  lifa það af.

Það er líka stórundarlegt að það á ekki að hefja nýju þáttaröðina fyrr en í janúar, á meðan flestar aðrar raðir koma til baka í september eða október. Og það má ekki einu sinni horfa á gamla þætti á meðan (nema þá eldgömlu þættina) vegna þess að forsetaframboð Fred Thompson gerir það að verkum að ekki má sýna neitt sjónvarpsefni með honum sem ekki viðkemur beinlínis forsetakosningunum. Fuss og svei.

Við þetta má bæta að leikarinn Adam Beach er genginn til liðs við L&O:SVU og í einni grein sem ég las var hann kallaður Native American. Síðast þegar ég vissi var hann kanadískur (meira að segja frá Manitoba - af Salteaux indjánum) og þótt Kanada sé í Norður Ameríku þá á hugtakið native american eingöngu við um indjána í Bandaríkjunum, ekki þá norðan landamæranna. Alltaf skulu þessir Kanar reyna að ræna hæfileikaríkum Kanadamönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað eru leikarar að þvælast í framboð og fokka upp ánægjunni hjá manni? Frusssssssssssssssssss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mæli með göngutúr

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.9.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband