Einu sinni var

Munið þið eftir frönsku þáttunum Einu sinni var sem sýndir voru í sjónvarpinu einhvern tímann í kringum 1980 (og svo endursýndir um tíu árum síðar)? Þetta voru teiknimyndaþættir um sögu jarðar og voru sömu karakterarnir notaðir aftur og aftur. Aðalstrákurinn hét Pétur en ég man ekki nöfnin á hinum. Mikið vildi ég horfa aftur á þessa þætti. Það er hægt að fá þá á dvd á frönsku en því miður virðist ensk útgáfa ekki vera til.

Síðar voru gerðir sams konar þættir um framtíðina en þeir voru ekki nálægt því eins skemmtilegir. 

Ástæða þess að mér duttu þessir þættir í hug er sú að sams konar byrjun var í nýjum Simpson þætti í kvöld. 

Hér getið þið séð upphafsstefið úr frönsku þáttunum:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir þættir fást á dvd hér í Noregi, en þeir eru nottla döbbadðir á norsku.. En þýðir kannski að þeir eigi eftir að koma á ensku seinna? 

Helga Fanney (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég man eftir Fróða, en það var sá gamli hárugi. Þetta voru mjög góðir þættir og ætti að endursýna þá reglulega.

Mummi Guð, 1.10.2007 kl. 12:09

3 identicon

Ég lærði það sem ég kann um starfsemi líkamans þessum þáttum. Þar sem hlaupakallar hlupu með boð frá útlimi sem meiddist og til heila. Man líka eftir að hafa séð söguþættina, þetta hefur verið endursýnt í kringum 1990, ég var ekki til árið 1980.

AuðurA (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband