Villandi fyrirsögn
1.10.2007 | 07:17
Fyrirsögnin á þessari frétt "Fylgi ríkisstjórnarinnar 70% samkvæmt nýrri könnun" er mjög villandi því ekki virðist hafa verið spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar, heldur hvaða flokk myndi kjósa ef kosið yrði nú. Enda segir í fréttinni sjálfri að samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé 70%. Það er akkúrat málið, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 70%, ekki fylgi ríkisstjórnarinnar sjálfrar, þótt auðvitað megi segja að ríkisstjórnin hefði þetta fylgi á bakvið sig. En það er auðvitað ekki fráheyrt að fólk sem t.d. styður Samfylkinguna en er illa við Sjálfstæðisflokkinn myndi kjósa Samfylkinguna án þess að vera beinlínis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar. Og svo auðvitað öfugt. Fyrirsögnin ætti því fremur að vera "Fylgi ríkisstjórnarflokkanna 70% samkvæmt nýrri könnun".
Þetta er kannski tittlingaskítur en staðreyndin er að þarna er munur á.
Fylgi ríkisstjórnarinnar 70% samkvæmt nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega hárréttur punktur hjá þér Kristín!! Flott færsla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:32
Fyrir þá sem þurftu að taka tölfræði/aðferðafræði í Háskóla er þetta vægast sagt pirrandi villa að sjá aftur og aftur.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:44
Gísli, þannig fyrirsögn væri líka villandi. Það á ekki að fullyrða neitt um hluti sem ekki voru kannaðir. Ef spurt var um evruna á að tala um stuðning við evru, ekki ESV. Nákvæmlega eins og í þessu dæmi sem ég nefni. Takk fyrir stuðninginn Doddi og Gunnar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:07
hæ bara smá kvitt ... hef verið á fullu að klára að pakka mér og klára allt sem þurfti að klára fyrir heimkomu sem er á morgun!! Blendnar tilfinningar í gangi yfir því ...
Vildi bara þakka fyrir kvittið eheh já lengi að fatta :p
btw, einu sinni var oh miss miss miss it :)
Hrabba (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.