En hver var meðalþyngdin árið 1980?

Það er nú ekki ætlun mín að liggja í fréttablogginu en stundum verður maður nú að kvarta yfir fréttum. Í þessari frétt um brjóstkrappa segir m.a.: "Stofnunin mælir með því að konur drekki minna og að sömu meðalþyngd verði náð og árið 1980". Ég get náttúrulega verið með útúrsnúninga og bent á að árið 1980 hafi ég verið tíu ára og ég meðalþyngd mín þá var líklega sirka 35 kíló. Varla á ég að ná þeirri þyngd aftur. Líklegra þykir mér að átt sé við að meðalþyngd kvenna almennt eigi að vera í líkingu við það sem hún var meðal kvenna almennt árið 1980. En það segir hvergi hver sú meðalþyngd var. Væri ekki ráð að hafa slíkar upplýsingar með fréttinni svo maður viti að hverju skal stefna???
mbl.is Mælt með lífsstílsbreytingum til að minnka tíðni krabbameins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband