Ég er víst Bankakaffi

Tók kaffiprófið sem virðist svo vinsælt hér í bloggheimum. Er ekki viss um að ég eigi að flíka niðurstöðunum en læt það samt vaða.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Bankakaffi!
..sívinsælt og bráðnauðsynlegt.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

 Hér er nákvæmari lýsing:

Þú ert harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku. Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða. Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu sem sagt kaffimanneskja?

Annars hljómar þessi umsögn vel - dugleg og vinnusöm ... "köttum" bara á umsögnina þar og látum það duga

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 01:36

2 identicon

Eg tok profid, thott kaffineysla min takmarkist vid kaffi-is ogotakmarkadan unad af lyktinni af nymoludu kaffi

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.

Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við. Þú ert svart te í vel heitu vatni.

Thad er augljoslega ekki haegt ad leyna neinu fyrir thessu profi...sigh

Rut (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ótrúlegt. Prófið sá sem sagt alveg í gegnum þig.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband