Hollustan tekin við
2.10.2007 | 06:22
Ég hef ákveðið að ég þurfi að léttast aðeins. Hef bætt á mig einhverjum kílóum í sumar og finn það á klifrinu. Hef meira að bera núna. Það er ekki gott. Þar að auki á maginn á mér það til að kvarta ef hann fær ekki nógu hollan mat. Það er óþægilegt en sniðugt að mörgu leyti. Það þýðir að ég get varla orðið mjög feit án þess að vera kvalin innan um mig.
Í gær var fyrsti dagur í heilbrigðu mataræði og í dag fór ég og keypti nóg af ávöxtum og grænmeti. Það má næstum borða endalaust af grænmetinu en ávextirnir eru pínulítið hættulegir. Manni finnst alltaf að maður geti borðað svo mikið af þeim af því þeir eru hollir en það er töluverður sykur í ávöxtum. T.d. er mikill munur á kaloríum í melónum annars vegar og t.d. vínberjum hins vegar. Annars eru eplin hrikalega góð núna.
Ef ekkert meir heyrist frá mér um þessa hollustu á næstu vikum þýðir það að ég hef tapað og ekki lést neitt. Annars mun ég segja frá, svona til að fá klapp á bakið. Það getur hjálpað mikið til.
Þetta þýðir að ég þarf líka að fara að drífa mig aftur út að hlaupa. Hef gert of lítið af því að undanförnu. Vona að ég fái einhverja þurra daga svo ég geti hlaupið í skóginum.
Athugasemdir
Mer finnst nu rett ad thu fair klapp a bakid svona thegar thu ert i startholunum lika. Gangi ther vel med thetta. Kenni ther eitt litid rad sem eg notadi thegar eg var svolitid sukkuladisjuk i medgongunni og laeknirinn minn bannadi mer ad fitna (thannig!) -tha bordadi eg gulrot i hvert sinn sem kom upp i mig sykurpukinn...thad svinvirkadi, adur en vardi var eg ordinn gulrotarsjuklingur!
Rut (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:22
Takk takk Rut. Ég þigg alltaf klapp á bakið. Reyni þetta með gulræturnar. Annars borða ég alltaf töluvert af gulrótum almennt. Verð að sjá hvort það vikar á súkkulaðið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.10.2007 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.