Íslenskukennslan að hefjast

Undanfarin fjögur ár hef ég séð um íslenskukennslu í Íslendingahúsi yfir í New Westminster. Þetta eru yfirleitt tveggja mánaða námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði málsins svo sem framburð, algengar kveðjur og þvíumlíkt (yfirleitt engin málfræði nema þegar nemendur spyrja sérstaklega um eitthvað sem tengist málfræðinni - það er sjaldgæft). Enginn lærir að tala íslensku á þessum námskeið en fólk fær að kynnast málinu aðeins. Gallinn er að ég þarf alltaf að byrja á byrjuninni því á hverju ári koma nýir nemendur í tíma. Núna hef ég heyrt frá átta sem ætla að koma. Þremur nýjum og fimm sem hafa komið áður. Þrjár af þessum fimm eru að koma núna í fimmta sinn til mín og tvær þeirra hafa sótt þessa tíma í mörg ár. Frá því löngu áður en ég flutti hingað. Þeim er alveg sama þótt þær kunni allt sem farið er yfir. Þeim þykir bara gaman að koma og tala íslensku. 

Fyrsti tíminn er núna í kvöld. Ég er að vona að Rosemary sé orðin nógu frísk til að mæta því þá fæ ég far með henni. Annars þarf ég að nota almenningssamgöngur og það þýðir strætó-lest-strætó og tekur sirka einn og hálfan tíma.

Ég hugsa að ég fari yfir stafrófið og kenni þeim svona nokkrar setningar eins og: Góðan daginn. Ég heiti X. Hvað heitir þú. 

Hvað fyndist ykkur bráðnauðsynlegt að kenna útlendingum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... ef ég á að vera pínu kvikindi, þá er spurning um að byrja einn tímann á að því að segja:  "Jæja, í dag förum við yfir orð sem íslendingum finnst voða gaman að kenna saklausum ferðalöngum.  Semsagt, í dag lærum við orð sem þið eigið ekki að nota, dags daglega" :-) 

Spurning um að kenna þeim einhverja algengustu frasana, svo þeir gætu spurt til vegar að hótelinu sínu?

Einar Indriðason, 2.10.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Toshiki Toma

Mér finnst mikilvægast að kenna kanadísku fólki á íslensku: ÁFRAM YANKEES!".
Ég er að sinna japönskukennslu fyrir börn okkar undanfarin tíu ár. Er það nokkur kennsla fyrir íslensk börn sem míóðurmál??

Toshiki Toma, 2.10.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er komin í stjórn Babels, félags þýðingafræðinema, með Katie sem þú kenndir einu sinni. Hún heyrir og skilur og tjáir sig óskaplega vel, líka í hávaða á kaffihúsi þannig að það sem þú hefur gert gæti vel hafa virkað ... Viltu nokkuð breyta að ráði?

Annars man ég gjörla fyrsta tímann minn í ítölsku í Róm. Kennarinn sagði og skrifaði á töfluna: „Sono insegnante.“ Hún mat það sem mikilvægustu fyrstu setningu. Skilurðu þetta, Engilbert?

Berglind Steinsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:30

4 identicon

Mikilvægast er að þeir geti svarað spurningunni: Hádújúlæk Æsland

Már Högnason (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:45

5 Smámynd: krossgata

Auðvitað öll helstu veðurhugtök og -orð.  Það talar enginn eins mikið um veður og Íslendingar. 

krossgata, 3.10.2007 kl. 11:13

6 identicon

Sæl það er gaman að sjá þetta en má ég spyrja ef það er ákveðinn greinir með orðinu dag á íslensku afhverju er þá ekki ákveðinn greinir á ensku, þýsku og öllum öðrum samstofna tungumálum sem eru skyld íslensku? Ég veit ekki til að það sé ákveðinn greinir með bon jour heldur svo lengra sé farið hvernig komst þessi ákveðni greinir inn í góðan dag?

Snæi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kenndu þeim að fá staðfest öll ný orð í orðabókum, áður en þau eru notuð. Alltaf jafn vinsælt að kenna fólki ljót orð sem þau skilja ekki.

En líklega er orðið ( takk fyrir ) það sem skilar mestum árangri um alla heim og á öllum tungumálum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.10.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk öll.

Snæi, ég hef oft hugsað um þetta með greininn á orðinu dagur og það að við notum þetta ýmist með eða án greinis: góðan dag, góðan daginn. Ég hef stundum tekið eftir því að fólk notar kveðjuna þannig að ef annar segir góðan dag þá svarar hinn með góð daginn. Veit ekki hvort það er meðvitað eða ekki. Hvort tveggja þýðir auðvitað alveg það sama, þetta er bara stílbrigði. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.10.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband