Bara spurning um tíma
3.10.2007 | 15:35
Hvort sem það er nú rétt eða ekki að lyfið hafi ekki enn verið notað við nauðganir á Íslandi réttlætir það ekki sölu á þessu lyfi sem allir vita að hefur margoft verið notað við nauðganir erlendis. Bara nú um síðustu helgi kom upp mál hér í Vancouver þar sem ellefu stúlkum var gefið nauðgunarlyf í "frat"partýi í háskólanum mínum. Ein þeirra fór sem betur fer heim um leið og henni fór að líða undarlega og missti því meðvitund heima hjá sér. Morguninn eftir fór hún upp á sjúkrahús og þá fannst töluvert magn af lyfinu. Ég heyrði ekki hvað gerðist með hinar tíu en þetta er orðið slíkt vandamál að hér dynja á okkur konum hvatningar um að skilja aldrei eftir óvöktuð glös á opinberum stöðum. Konur eru meira að segja hvattar til þess að fara með drykkina sína á klósettið þegar þær eiga þangað erindi. Ef þetta hefur ekki enn verið notað á Íslandi er það bara spursmál um tíma. Fyrst lyfið fæst heima og fyrst flestir nauðgarar eru læsir...
Flunitrazepam hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það hafi ekki verið sérstaklega leitað að þessu lyfi hjá nauðgunarfórnarlömbum. Þess utan þá er ekki líklegt að konur í algjöru óminni leggi á sig þá raun sem nauðgunarkæra hefur í för með sér á Íslandi. Finnst þessi fullyrðing landlæknisembættissins vægast sagt vafasöm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 16:35
Ég er alveg sammála þessu; að það hafi einfaldlega ekki verið leitað að þessu sérstaklega. Flunitrazepam er vinsælt hjá fíklum sem nota róandi/verkjastillandi lyf eins og Diazepam og Contalgin þannig að það kæmi alls ekki á óvart að það hafi verið notað í þessum tilgangi. Það eru alltaf að koma upp ný og ný mál þar sem hin og þessi lyf eru nýtt til að byrla fyrir kvenfólki (og væntanlega karlmönnum líka) og misnota, og í hvert skipti sem eitthvað eitt er "böstað" þá er "eðlilegt" að glæpamennirnir reyni að leita á ný mið.
Mér finnst ansi þreytandi hvernig ábyrgðin virðist alltaf lenda á okkur konunum þegar svona umræður fara í gang. Við eigum að passa okkur, við eigum að fylgjast með glasinu okkar hverja einustu sekúndu, við eigum ekki að klæða okkur í ákveðinn fatnað... gjörsamlega út í hött!
Er óeðlilegt að vilja getað gengið um götur og skemmtistaði borgarinnar án þess að vera stanslaust að horfa aftur fyrir sig eða ofan í glasið?
kiza, 3.10.2007 kl. 17:03
sammála því sem Jenny segir, konur sem lenda í þessu eru kannski ekki að kæra og ef , þá er ekki leitað eftir þessu lyfi sérstaklega. Alveg ótrúlegt að lyfið skuli ekki vera tekið úr sölu.
Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 19:51
hmm ok ég held einmitt að það sé ekki í öllum tilfellum skrínað fyrir þessu lyfi, en hef grun um að það sé gert ef fórnarlambið teldur að sér hafi verið byrlað þetta ... en auðvitað á það ekki að þurfa að tjá sig um það!
en að banna lyf getur verið annsi flókið mál og þarf að líta á allar hliðar málsins, það eru jú fleiri en þetta lyf sem hafa verið notuð í þessum tilgangi. ekki finnst ykkur að það ætti að banna morfín er það ... en það er afskaplega mikið misnotað af fíkniefnaneytendum! nei bara svona til að koma með annan vinkil á umræðuna
Hrabba (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 02:16
Munurinn er helst sá að fólk notar morfín á sjálft sig til að komast í vímu en nauðgunarlyfin eru notuð á annað fólk - til að misnota það. En það er rétt hjá þér, það er ekki auðvelt að banna lyf sem eru misnotuð. Byssur eru notaðar til að drepa og þær eru ekki bannaðar. Þetta er flókið allt saman.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.10.2007 kl. 02:38
okey góður punktur já þér
Hrabba (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.