Gengur vel með ritgerðina

Núna á tæpri viku hef ég fundað með öllum nefndarmönnum mínum (sem eru hér í Vancouver) og þau hafa öll verið ánægð með það sem ég hef verið að gera undanfarnar vikur. Gunnar sagði að hugmyndir mínar hljómuðu skynsamlega og Hotze taldi að ég væri pottþétt á réttri leið. Það sama sagði Lísa sem ég hitti á föstudaginn var. Það er gott fyrir mig að heyra því ég þarf oft á hvatningu að halda.

Ég er búin að naga gulrætur og rófur að undanförnu. Sem betur fer finnst mér hvorttveggja mjög gott þannig að þetta er engin pína. Hef almennt reynt að borða mjög hollt, þótt ég hafi fengið mér einn súkkulaðimola í gær. En það breytir því ekki að mig langar ógurlega í óhollustu. Helst saltkex. Kannski mig vanti almennt svolítið af salti - ég er svoddan saltstaukur. Þar að auki drekk ég vatn eins og mér sé borgað fyrir það og er eins og jójó á milli stofunnar og baðherbergisins. Vatn fer beint í gegnum mig. En þetta virkar. Á laugardaginn skal ég segja ykkur hversu vel.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dáist að átakinu ... flott hjá þér ... viljastyrkurinn meiri en hjá mér. Ég er samt hættur nokkurn veginn að nasla á kvöldin, en gæti alveg farið að drekka meira vatn. Lesumst á laugardag þá

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigurjón

Hals- und beinbruch!

Sigurjón, 4.10.2007 kl. 08:52

3 identicon

Gaman að heyra Stína ! Carry On !

Þessi grein birtist í glugga mbl.is 

Baráttukveðjur,

Helga

Helga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband