Góður árangur - húrra fyrir mér.
6.10.2007 | 16:37
Jæja, þá er fyrsta vika í hollustu búin (reyndar byrjaði ég ekki á hollustunni fyrr en á sunnudaginn í síðustu viku en ákvað að hafa vikuna frá laugardegi til laugardags. Þá get ég kannski leyft mér aðeins óhollari mat á laugardagskvöldi þar sem það er fyrsti dagur í nýrri viku en ekki síðasti.)
Ég hef sem sagt passað mig aðeins á því sem ég læt ofan í mig; reynt að borða mikið af grænmeti og ávöxtum og forðast mat sem inniheldur mikinn sykur eða fitu. Þetta hefur alls ekki verið erfitt. Í gær borðaði ég til dæmis alveg meiri háttar mat sem var hálf kjúklingabringa með sinnepssósu og meðlætið voru grænar baunir með pecan hnetum (ekki það sem Íslendingar kalla grænar baunir, peas, heldur grænu baunirnar sem eru langar og mjóar - set inn mynd til útskýringa) og brussel sprouts (sem mörgum finnst ógeðslegt en mér finnst glettilega gott. Hollur og bragðgóður matur.
En sem sagt, í morgun vigtaði ég mig og komst að því að ég hafði misst 7 pund, eða rúm 3 kíló. Slatti af þessu er ábyggilega vatn og maður léttist alltaf mest þegar maður byrjar. Aðalatriðið er að halda áfram að borða vel og hreyfa sig með og þá ætti maður að geta lést um sirka tvö pund á viku án þess að það sé of lítið eða of mikið.
Sjáum hvað verður í næstu viku. Á mánudaginn er þakkagjörðarhátíð með sínu kalkúnaáti (eða Tyrkja eins og Vestur-Íslendingarnir kölluðu kalkúninn). Kalkúnninn sjálfur er ekki svo óhollur, en það er fyllingin og yam-kartöflurnar (sem Íslendingar halda að heiti sætar kartöflur en það er ekki rétt - sætar kartöflur eru gular en ekki appelsínugular) sem eru bestar stappaðar með smjöri og púðursykri. Ég ætla að leyfa mér þokkalega máltíð það kvöld.
Athugasemdir
Jæja ég verð að hrósa þér fyrir grænmetisátið....fátt finnst mér leiðinlegra að borða en hrátt grænmeti og því borða ég alltof lítið af því ! En til að bæta á "fitness" planið þitt þá erum við hugsanlega að fara í gönguferð við Whistler á mánudaginn, ég Alex og einn félagi okkar og þú ert velkomin með (góð spá þá en rigning um helgina)...bjalla í þig þegar nær dregur og við vitum meira um veðrið. Ha'de
Lína (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:38
Hljómar vel. En yrðum við ekki komin heim fyrir kvöldmat? Mér er boðið í kalkún!
Takk líka fyrir hrósið. Það var mikið að einhver klappaði mér á bakið. Ég var farin að hafa áhyggjur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.10.2007 kl. 19:39
Their sem bara borda kjot og bjugu alla daga
their feitir verda og flon af thvi og fa svo illt i maga
en gott er ad borda gulrotina, grofa braudid steinseljuna, lalalalalalalala!
Klapp a bakid Stina, afram svona :)
Rut (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 07:16
Gangi vel :-)
Einar Indriðason, 7.10.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.