Ofsavondur

Af hverju er myndin Superbad þýdd sem Ofsavondur? Undarlegt alveg. Ég hélt að þeir sem væru bad boys væru kallaðir slæmir strákar en ekki vondir strákar. Mér finnst töluverður munur á orðunum vondur og slæmur. Vondur er einhver sem er vondur að eðlisfari. Sá sem er afvegaleiddur er miklu fremur slæmur. Mér finnst líka merking orðsins ofsavondur helst tengjast einhverju sem er svakalega reiður.  En kannski eru aðrir ekki sammála mér. 

Myndin Superbad er um þrjá stráka sem reyna að kaupa áfengi fyrir partý svo þeir geti gengið í augun á kvenfólki. Þessir strákar eru langt frá því að vera vondir - þvert á móti. En þeir eru að reyna að vera svolítið slæmir með því að redda búsinu.

Mér leiðast heimskulegar þýðingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pörupiltar hefði ef til vill verið betur við hæfi.

mollý (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:51

2 identicon

hvernig væri að sleppa því að þýða titla; á kvikmydum sem og bókum!  Þetta heitir eitthvað ákveðið á frummálinu og þá á það bara að vera svo ...

Hrabba (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Pörupiltar er frábær þýðing. 

Hvort þýða beri titla á bíómyndum eða ekki er alltaf spurning. Ísland er að verða svo að flestir skilja ensku en þó má ekki gleyma að margt eldra fólk fékk aldrei tækifæri til þess að læra það mál og kannski ósanngjarnt gagnvart þeim ef titlar eru ekki þýddir. Við myndum helst ekki vilja muna kínverska titla sem væru óþýddir. Þetta er spursmál.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.10.2007 kl. 17:41

4 identicon

hmm nei (kínv titlar) en aftur á móti er ég ekki á móti því að myndir séu með tal-texta og því ef mig langar að horfa á asíska mynd eða mynd frá uppruna sem letur er óskiljanlegt fyrir mig þá þarf ég bara að leggja mig fram við að leita að myndum sem mig langar að sjá eftir einhverju öðru en titlinum og svo get ég skilið hana eftir tal-textanum ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Mummi Guð

Ég er á því að það eigi að þýða sem flesta titla. En þýðingarnar verða vera í samræmi við frumheitið. Ég man eftir þegar myndin La Vita é Bella var sýnt á sínum tíma, að kvikmyndahúsin auglýstu myndina sem Life is Beautiful sem mér þótti fáránlegt. Annað hvort átti að þýða titilinn á íslensku eða ekki.

Mummi Guð, 7.10.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Gunnar Kr.

En þú veist, Mummi, að enska virðist vera „frummálið“. Der Untergang var t.d. kynnt hér á landi sem The Downfall.

Mér fannst samt alveg ljómandi gott hjá RIFF-kvikmyndahátíðinni að þýða nöfn allra mynda á íslensku og láta svo upphaflega heitið fylgja með. Svo sem: Járnbrautarstjörnur | Estrellas de la Linea, Ljós í húminu | Laitakaupungin og Listin að gráta í kór | Kunsten at græde i kor

Gunnar Kr., 12.10.2007 kl. 19:29

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, það er gott að gefa báða titlana (þann íslenska og þann upphaflega). Ég kannast við svona dæmi eins og þið gefið þar sem enskur titill er notaður á bíómynd sem er ekki á ensku. Er sammála, það er alveg fáránlegt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.10.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband