Hvað fer vel saman?

Skrítið hvernig bragðlaukarnir virka hjá manni (eða kannski öllu heldur vaninn). Þegar ég borða kjúklingasúpu (svona einfalda úr pakka) þá vil ég borða með henni banana og drekka appelsínusafa. Þetta þrennt á bara svo vel saman. Nú sitja ábyggilega allir og hrylla sig. Kjúklingasúpa, banani og appelsínusafi! En svona er ég bara. Er það eitthvað sem þið þurfið alltaf að borða saman þótt enginn annar skilji það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband