Tæp fimm kíló farin

Jæja, þá eru tvær vikur liðnar síðan ég ákvað að taka mig á í mataræði. Af því tilefni steig ég á vigtina og sá að ég hafði misst 3,2 pund í viðbót, þrátt fyrir að hafa borðað kalkún með alles (plús graskeraböku í eftirrétt) á sunnudaginn. Held að gangan langa til Garibaldi hafi brennt öllum þeim kaloríum.

Er því búin að missa alls 10 pund á þessum tveim vikum sem gerir 4,5 kíló. Er hæstánægð með það. Ég geri mér líka grein fyrir því að fyrsta vikan (7 pund) var bara svona týpísk fyrsta vika þar sem maður losnar aðallega við vatn. Eðlilegt þykir að missa eitt til tvö pund á viku. Það mun því taka lengri tíma að ná næstu tíu pundunum en það er svona takmarkið eins og er. Ég held ég þurfi ekkert að léttast meira. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband