Wham á sviði í Hlíðarfjalli

Mömmu fannst að ég yrði að setja þessa mynd inn á bloggið mitt líka - ekki bara bekkjarmyndina sem ég setti inn í fyrradag.

 

söngvarar

 

Þessi mynd er tekin í skíðaferðalagi í Hlíðarfjalli líklega 1984 eða 1985. Við Sigga tókum þarna númer sem dúettinn Wham og mæmuðum 'Everything she wants' á tvöföldum hraða. Ég var Andrew Ridgeley og er með tommustokk sem gítar og Sigga var George Michael og míkrafónninn er gamall hárbursti. Ég er ekki viss um að neinn hafi verið hrifinn af þessu atriði en við skemmtum okkur vel.

Áhorfendur sem sjá má eru Nonni Ragnars (í rauðu peysunni), Róbert (fremstur - hann var bara með okkur í bekk í eitt ár svo ég man ekkert hvers son hann var) og svo hugsanlega Biggi Karls. Ég er ekki viss um hver á þennan vangasvip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

OMG! ég á svona peysu! mér finnst þetta svalasta peysa í geimi samt er ég fædd þarna á þessu ári 84... 

Signý, 14.10.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ji hvað ég man eftir þessum tíma...ég var væntanlega 14 ára...(fædd 1970).  Átti ekki svona galla en langaði mikið í slíkan...!!  Those were the days...

SigrúnSveitó, 14.10.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband