Um samskiptakerfið Facebook

Samskiptakerfið Facebook (eða Fésbók eins og það er kallað hér á meðal Íslendinga í Vancouver - og sjálfsagt víðar) er með því áhugaverðara á vefnum þótt stundum hafi fólk rangar hugmyndir um til hvers það er notað. Ég hef til dæmis heyrt að sumir haldi að þetta sé einhvers konar stefnumótasíða. Sjálfsagt nota einhverjir síðuna til þess, enda hægt að velja ýmsar stillingar, svo sem hvort maður sé giftur, einhleypur, í sambandi, o.s.frv. og einnig hvort maður er að leita eftir vináttu, stefnumótum, samböndum... Það er hins vegar alls ekki nauðsynlegt að nota þessar stillingar og flestir láta það alveg vera. Flestir nota þetta til þess að halda utan um vini og félaga sem oft búa út um allan heim, og eins til þess að láta aðra reglulega vita af því hvað er að gerast hjá manni sjálfum. Þá er líka hægt að gera margt skemmtilegt þarna sér til dægrastyttingar.

Hér er aðeins nánar um þetta kerfi ef einhver hefur áhuga.

Maður byrjar á því að stofna sína eigin síðu og þar má setja inn eins mikið af upplýsingum og maður vill, hvort sem það þýðir að ævisagan er sett þarna inn eða hvort þið látið gervinafn duga. Það getur verið áhugavert að setja inn meira en minna því það auðveldar það oft að finna aðra með svipuð áhugamál eða svipaða reynslu. Ég setti t.d. inn nöfn allra uppáhaldshljómsveitanna minna og ef ég smelli síðan á nafn Bítlanna kemur sjálfkrafa upp listi yfir alla þá á Facebook sem hafa skráð Bítlana sem uppáhaldshljómsveit, og efst á listanum er fólkið í vinahópnum mínum og svo annað fólk í Vancouver. Þetta er hægt að gera með flest það sem maður skrifar. Ef ég smelli á 'klettaklifur' þá kemur listi yfir allt fólk í Vancouver sem einnig hefur áhuga á klettaklifri.

Þetta er allt saman skemmtilegast ef maður skráir flesta þá sem maður þekkir á Facebook sem vini sína því þá fær maður reglulegar fréttir af því hvað þeir eru að gera. Eitt af því sem hægt er að gera er að skrá eins oft og manni sýnist í hvernig skapi maður er, eða hvort maður er ánægður með eitthvað, hvað maður er að gera o.s.frv. Yfirleitt ein setning þannig að ef einhver sér nafn manns þá fær það umsvifalaust aukaupplýsingar sem ég vil gefa þeim. Ef Facebook vinir mínir líta t.d. á mig í dag fá þeir að vita eftirfarandi:

Kristin M. Johannsdottir
is happy over the last two wins by the Canucks over the Oilers.

Stundum skrifar einhver að hann/hún sé sorgmædd(ur) og þá getur maður skilið eftir skilaboð á veggnum þeirra, eða sent þeim bréf með huggunarorðum. Það er líka hægt að senda þeim blóm eða gjöf sem þá birtist á síðunni þeirra.

Á Facebook er líka hægt að skrifa sína eigin ritdóma um bækur og kynna þær fyrir öðrum, maður getur valið uppáhalds bækur og bíómyndir og sett á síðuna, lýst yfir stuðningi við íþróttafélög eða málefni og gengið í alls konar hópa.

Ég stofnaði t.d. í haust hópinn 'Íslendingar í Vancouver' og við erum komin með yfir tuttugu félaga og höfum hist tvisvar. Ég er líka í hóp með fótboltaliðinu okkar og svo er ég í stuðningshóp Canucks, og í málvísindahóp. Þetta er þrælsniðugt. 

Það er líka hægt að leika þarna leiki og jafnvel keppa við vini sína. Eitt af því mest spennandi sem ég tek þátt í er hokkíkeppni. Hún fer þannig fram að maður velur leikmenn í hokkíliðið sitt og síðan fær maður stig fyrir hvert stig sem þeir vinna sér inn í keppni. Hægt er að skipta um fjóra leikmenn á mánuði. Gefið er eitt stig fyrir mark og eitt stig fyrir stoðsendingu. Markmaður fær tvö stig fyrir sigur og þrjú stigur fyrir það að halda hreinu. Svo eru hinir svokölluðu 'goonies' en þar fær maður stig fyrir hverja mínútu sem þeir eru sendir af leikvelli. Síðan getur maður borið árangur sinn saman við þá félaga sem einnig taka þátt. Hér er liðið mitt í ár:

your entry in the 2007-2008 hockey pool:
Half_puck
Team Akureyri
Sidney Crosby (Penguins)
Jason Spezza (Senators)
Mats Sundin (Maple Leafs)
Simon Gagne (Flyers)
Henrik Sedin (Canucks)
Chris Drury (Rangers)
Chris Pronger (Ducks)
Ryan Whitney (Penguins)
Roberto Luongo (Canucks)
Christopher Neil (Senators)

Þeir eru komnir samanlagt með 57 stig (missti þó af mörgum stigum Christopher Neil því ég var ekki með hann í byrjun og hann er alltaf að brjóta af sér. Jeremy vinur minn er að rúlla mér upp enda hefur hann andað að sér hokkí frá fæðingu og veit miklu meira um þessa gaura en ég. Suma valdi ég bara af handahófi og aðra valdi ég af því að ég þekkti nöfnin þeirra og gerði ráð fyrir að það þýddi að þeir væru þokkalegir.

Ég mæli eindregið með Facebook. Þetta er þrælskemmtilegt og þótt þetta geti sjálfsagt verið tímaþjófur þá finnst mér ég samt ekkert eyða of miklum tíma þarna. Held ég eyði meiri tíma í að blogga. 

Aðalatriðið er að ég fylgist betur með vinum mínum og heyri oft um hluti sem ég vissi kannski annars ekki af. Veit til dæmis að ég hef lært heilmikið um stelpurnar í fótboltaliðinu mínu í gegnum þetta. Og svo hef ég tengst við gamla kunningja og er núna t.d. vinur tveggja fyrrum nemenda minna úr Manitóbaháskóla og eins fyrrum nemenda úr MA. Kenndi þeim þegar hann var á fyrsta ári. Sniðugt.

Ef einhver er með Facebook og vill vera vinur minn, tengið endilega á mig. Það er auðvelt að finna mig undir nafni. 

Vil þó benda á að ef einhver er hræddur um að hafa of mikið af persónulegum upplýsingum aðgengilegt á vefnum þá er Facebook ekki fyrir viðkomandi. Þó er hægt að stilla síðuna síðna þannig að hún sé eingöngu aðgengileg fólki í vinahópnum, sem auðvitað er langbest ef maður vill ekki að aðrir fái aðgang. Og það hafa komið upp dæmi þar sem fólk hefur notað svona upplýsingar á óheiðanlegan hátt - en það er mjög sjaldgæft. Ég ákvað að taka sénsinn, rétt eins og ég hleyp ennþá ein í skóginum þótt það hafi komið fyrir á síðustu tuttugu árum að ráðist hafi verið á fólk þar. Lífið er alltaf ein stór áhætta! 



Christopher Neil (Senators)

Christopher Neil (Senators) Christopher Neil (Senators) Christopher Neil (Senators) Christopher Neil (Senators)

 Þe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha ég fussaði og sveiaði yfir þessu þegar allir í bekknum mínum fóru að tala um þetta úti, ég vissi ekkert hvað þetta var og sagði að heima á Íslandi væru allir með myspace og blogg og að það væri alveg nóg fyrir mig .. (var ekki á þeim tíma með myspace samt).  EN núna er ég með blogg sem hefur verið vanrækt (en stendur til bóta), myspace síðu sem ég nenni aldrei að kíkja á og FACEBOOK sem stjórnar öllu í mínu lífi eða þannig ehhe þetta er tær snilld :D

Hrafnhildur G Sigurdardottir 

Hrabba (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband