Ruslaverkfall loksins leyst

Jibbí!!!!!! Ruslakarlar eru búnir að samþykkja nýjan samning og komu til vinnu í dag eftir næstlengsta verkfall sögunnar (í landinu, þ.e.). Þetta eru orðnir, hvað, 85 dagar eða svo og borgin farin að lykta illa á sumum stöðum. Annars er þetta ekki svo slæmt hér í vesturbænum þar sem ég bý. Sennilega vegna þess að margir eru nógu vel settir til þess að hafa af og til borgað einkaaðilum fyrir að koma og sækja ruslið þeirra. Hér í húsinu höfum við verið tiltölulega skynsamar. Rita hefur reglulega farið með sitt rusl í vinnuna (hún vinnur í UBC og þar voru ruslakarlar ekki í verkfalli) og við Alison höfum passað okkur á að setja aðeins í tunnuna matvæli en halda öðru rusli innandyra (því sem ekki lyktar). Með því að nota líka tunnuna sem ætluð er fyrir garðúrgang hefur þetta gengið.

Reyndar verður ekkert rusl tekið hjá okkur fyrr en á fimmtudag því fyrstu þrjá dagana verða þeir í austurborginni. Ég hef trú á að þar sé þörfin meiri. Fátækara fólk þar sem síður hefur haft efni á að borga einhverjum fyrir að sækja ruslið. Endurvinnslan verður hins vegar ekki tekin hjá okkur næstu tvær vikurnar því allur mannaflinn verður í ruslinu. Það er þolanlegt en ég hlakka þó til að losna við hrúguna af dagblöðum sem er farin að ná mér í brjóst. 

Ég vona bara að ruslakarlarnir hafi fengið góðan samning og þeir fái einhverjar bætur fyrir þetta langa verkfall. Ég vona líka að bókasafnsstarfsmenn, sem enn eru í verkfalli, fái lausn á sínum málum. Undanfarna daga hef ég lesið viðtöl við börn í borginni sem segjast horfa á sjónvarp alla daga eftir skóla því þau hafa ekki komist á bókasafn í þrjá mánuði. Því miður er þessi starfsstétt í þeirri stöðu að hafa ekki mikið þrýstigildi. Fjölda manns er alveg sama hvort þeir eru í vinnu eða ekki því þeir fara aldrei á bókasafn. Og því er lítill þrýstingur á borgina um að leysa þeirra mál. Það er skítt að fólk skuli ekki fá þokkaleg laun bara vegna þess að starf þeirra hefur ekki nógu mikil áhrif á ríka fólkið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vá .........bara allt í rusli   Samt gott að þessi mál eru að komast í lag. Get ekki ímyndað mér hvernig það væri ef ruslakarlarnir færu í verkfall hérna. Fólk hendir svo miklu hér

Annars fer ég reglulega á Sorpu í endurvinnslu með eitthvað dót sem ég vil ekki henda í tunnurnar.

En takk fyrir innlitið á mína síðu og skrifin og gangi þér vel að koma hlutunum í lag aftur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:26

2 identicon

Godar frettir :)  og ekki sidur godar frettir ad heyra hversu vel skipulagt folkid i hverfinu thinu er...alveg til fyrirmyndar! Thad er buid ad vera vesen med ruslsofnun i Campana heradinu her a italiu (thar sem napoli er) og eg sendi ther link a eina mynd sem synir astandid thar... http://www.repubblica.it/2006/10/sezioni/cronaca/parroco-chiude-chiesa/parroco-chiude-chiesa/sian_8995780_45290.jpgvertuhttp://www.forzanuova.org/immondizia.html

og her er onnur (sorry a itolsku)

http://www.forzanuova.org/immondizia.html

vertu bara fegin ad bua i Kanada :) 

Rut (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með ruslið.

Heldur þú að bókasöfn séu meira notuð þarna, heldur en hér heima?

Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vá, hrikaleg mynd Rut (sú seinni, hin kom ekki á skjáinn, held að hlekkurinn hafi aðeins verið í köku). Nei, svona gerir fólk ekki hér og þótt ástandið í austurhluta miðbæjarins sé ekki gott þá er það langt því frá svona. 

Margrét, maður verður að læra inn á þetta. Ég hugsaði vel um það hvað ég verslaði og reyndi t.d. að kaupa ekki neitt sem var í of fyrirferðamiklum pakkningum o.s.frv. Þetta tókst alveg ótrúlega vel. Sérstaklega þegar miðað er við að mér finnst tunnan alltaf full þegar kemur að rusladögum og samt náðum við að búa ekki til mikið meira rusl en kannski þrisvar sinnum það, á þremur mánuðum. 

Þröstur...ég veit það ekki. Ég notaði bókasafnið ógurlega sem krakki en miklu  minna eftir að ég varð fullorðin (nema bækur sem tengjast náminu). En ég held að það sé töluvert um það í báðum löndum að fólk noti bókasöfn. Útibúin hér eru út um allt enda stór borg og það er t.d. eitt rétt hjá mér. Vinkona mín notar það mikið enda las hún Harry Potter síðustu á sirka þremur klukkustundum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.10.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband