Fólkið sem skiptir máli

Það er mjög sjaldgæft að ég áframsendi brandara, heilræði og þvíumlíkt sem ég fæ svo oft frá fólki. Það er helst að ég sendi mömmu póst þegar ég fæ sætar eða fyndnar myndir af dýrum. En í dag fékk ég smávegis póst sem mér fannst alveg þess virði að setja hér á síðuna í stað þess að senda fólki í pósti. Það gæti vel verið að þetta sé nú þegar búið að birtast á fjölmörgum bloggsíðum, en þar sem ég hafði ekki séð þetta áður þá er vel líklegt að einhverjir aðrir séu í sama hóp.

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á  síðasta
ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki
annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr
út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa
bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti er þetta mikill sannleikur.  En ég get þó nefnt 10 Nóbela, ef það hefur eitthvað að segja.  Híhí.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæl Kristín. Þetta er alveg rosalega satt og rétt.

Þorsteinn Sverrisson, 16.10.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband