Baráttan gegn krabbanum heldur áfram

Októbermánuður er krabbameinsmánuður í Kanada og hefur margt verið gert til þess að vekja athygli á krabbameinsvörnum svo og til þess að safna peningum til krabbameinsvarna. Gert er ráð fyrir að einn þriðji allra einstaklinga í Bresku Kólumbíu munu einhvern tímann á ævinni fá krabbamein.

Ýmsir einstaklingar og samtök hafa tekið þátt í átakinu og árið 1998 hóf NHL, hokkísambandið, samvinnu við Krabbameinssamtök Kanada um sameiginlegt átak. Á þessum tæpu tíu árum sem liðin eru hafa sjö milljónir dollara (sirka 434 milljónir íslenskra króna) safnast.

Síðastliðinn laugardagur var sérstakur krabbameinsdagur í hokkíinu og var krabbameinsfélagið með sértakan bás í hokkíhöllinni til þess að kynna starfsemina, peningum var safnað og þjálfaraliðið sýndi stuðning með því að klæðast allir bleikum skyrtum og bindum (nema Rick Bowness aðstoðarþjálfari sem lét bindið nægja eins og sjá má). Þá voru leikmenn allir með bleikan límmiða á hjálminum þar sem stóð: hockey fights cancer. 

Málið er að það hefur alveg ótrúleg áhrif þegar íþróttamenn leggja málefnum lið. Sérstaklega þegar um að ræða hokkílið í Kanada. Það sem hokkíleikmenn gera hefur tvöföld, ef ekki margföld, áhrif á við það sem aðrir íþróttamenn taka sér fyrir hendur - það kemst ekkert annað sport nálægt. Þess vegna er virkilega mikilvægt að fá slíkan stuðning.

Og að þessu sinni stendur þetta liðinu nærri. Í vor greindist faðir Ryan Keslers, eins leikmanna liðsins með krabbamein (carcinoid cancer, hvað sem það nú er), og nú í sumar greindist móðir Alain Vigneault þjálfara með ristilkrabba. Bæði hafa farið í uppskurð og bæði eru á batavegi.

Jájá, ég veit ykkur er alveg sama hvað gerist í einkalífi erlendra hokkíleikmanna og þjálfara. En ég blogga fyrir mig og mér finnst það fallega gert að taka þátt í að safna peningum til góðgerðarmála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér eru allir leigubílar hjá Hreyfli með bleikt taxamerki í októbermánuði til að leggja þessu sama málefni lið og einhver % af hverjum túr rennur til krabbameinsfélagsins.

Um að gera að vera vakandi fyrir þessu og minna á.  Þetta er bölvaður vágestur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 08:33

2 identicon

Það er frábært að íþróttamenn séu að taka þátt í því að berjast fyrir svona málefnum! Hlýtur bara að hafa mikil og góð áhrif :)

Ég var að búa mér til svona myspace síðu, mjög sniðugt, sem að ég varð bara alveg hooked á =p En það er alveg rétt að ég þarf að vera duglegri að blogga, sérstaklega ef að skyldfólk er farið að fylgjast með :D Ég tel nú samt lestur á þínu bloggi vera mörgum sinnum betri íslenskukennsla ;) En ég bið kærlega að heilsa henni frænku minni ef þú sérð hana  =) 

Þetta með Sverri er bara ótrúlegt, en sem betur fer er hann heill á húfi þegar litið er á björtu hliðarnar =)

Fanney (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband