Og hvar á að setja bjórinn?

Bjór og léttvínssvæðin í matvöruverslunum í Bandaríkjunum og í Quebec (eina fylki Kanada þar sem leyfilegt er að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum) eru vanalega stór og plássmikil þar sem verður að bjóða upp á þokkalegt úrval til þess að þetta borgi sig. Eina leiðin til þess að koma þessu fyrir í núverandi verslunum hlýtur því annað hvort að tákna minna vöruval að öðru leyti, eða að öllu er þjappað meira saman og bjórnum og léttvíninu troðið inn.

Eða er ætlunin að selja aðeins eina tegund af bjór og eina tegund af rauðvíni annars vegar og hvítvíni hins vegar? Ekki get ég séð að það sé mjög gagnlegt. Fólk á sínar uppáhaldstegundir og fer varla að skipta yfir í þær örfáu sem seldar eru í matvöruversluninni, bara til þess að sleppa við ferð í ríkið. Ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið metnaðarmál fyrir fólk. Mér hefur aldrei þótt tiltökumál að fara í mismunandi verslanir til þess að kaupa góða vöru og get ekki séð að áfengi eigi að vera undanskilið. Þegar ég bjó í Winnipeg fórum við yfirleitt yfir ána í franska hverfið til að kaupa gott brauð og í ítalska búð fyrir besta kjötið. Fannst það vel virði. Hefði getað keypt hvort tveggja í hverfisbúðinni en valdi gæði framyfir þægindi. Ætli það verði ekki það sama með Tuborg aðdáanda sem getur bara keypt Krónubjór í matvöruversluninni.


mbl.is Í startholunum með Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja það að ég er farinn að hallast að þessari niðurstöðu líka, þó ég hafi í mörg ár viljað léttvín í verslanir.

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:59

2 identicon

Væri ekki málið best leyst með því að hafa opnunartíma ÁTVR rýmri?

Held að helsta ástæðan fyrir þessum hugmyndum sé sú að fólk vill geta skroppið og fengið sér bjór eða eitthvað með matnum þegar það vill  en ekki milli 11 og 18 eða hver sem opnunartíminn er.

Kannski er bara málið að hafa Heiðrúnu opna  allan sólarhringinn og málið væri dautt?

Björn (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:02

3 identicon

Um leið og opnunartíminn væri rýmri yrði ég sáttur. Það er fáranlegt að allar vínbúðir nema ein eða tvær loku um 7 eða fyrir 7 á kvöldin um helgar. Hafa opið minnst til 8, jafnvel 10, öll kvöld, og líka á sunnudögum..því fólk vill líka vín með matnum þá daga. Dæmigerð íslensk forneskja, þetta ásamt ipod tollinum.

Magnús (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:36

4 identicon

Mer fannst nu alltaf alveg agalega fyndid i Noregi thegar eg for i matvoruverslun eftir loglegan afengissolutima (man ekki hvort thad var kl. 18 eda 19) og tha var buid ad DRAGA FYRIR bjorhillurnar. Thannig var thad vandamal leyst, og bytturnar (thvi thad eru audvitad bara byttur sem vilja kaupa bjor utan afengissolutima -er thad ekki?) urdu bara ad hringja i nalaegasta freelance spirasala ef their vildu detta i'da! En nordmenn eru nu naskyldir okkur og thetta virkadi alveg thar an thess ad their hafi verid alkoholiseradri en vid, eda ad thetta hafi komid serstaklega nidur a voruurvalinu i matvoruverslunum!

Rut (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:41

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah, en Rut, spurningin um skert vöruval er ef þú ferð að troða bjór og léttvíni inn í þau verslunarsvæði sem nú þegar eru til staðar. Þar verður þá að taka frá töluvert stórt svæði fyrir þetta (ef á að bjóða upp á val af áfengi en ekki bara eina eða tvær tegundir) og það hlýtur að vera erfitt svona almennt. Yfirleitt eru verlsanirnir nógu troðnar eins og þær eru án þess að matvaran missi enn meira pláss. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.10.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mig dettur  að rónum og bittum yrðu ekki velkomnir gestir í matvöruveslunum ens og þeir eru í ríkinu. Annars er þetta svo misjafnt í ríkjum bæði kanada og USA hvað má og hvað má ekki. Oft eru sér kompur fyrir vín og aðra drykki svo það ætti ekki að trufla Vöruval. Þetta eru típískar áhyggjur vegna málefnis hvort það eigi að selja eða ekki vín í matvöruverslun og það á ekki að blanda málinu í svona rökræður. Ríkið á ekki að einoka með neitt og að þeir selji vínföng heldur ekki aftur af ofdrykkju sumar frekar en varðandi ofnotkun lyfja þrátt fyrir aðhald lækna í þeim efnum. Kv V

Valdimar Samúelsson, 18.10.2007 kl. 21:19

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst fólk hreinlega missa úr aðapunktinn í þessu máli um bjór eða ekki bjór í matvörubúðir og það er spurningin um það hvort ríkið eigi áfram að hafa einkasölu/einkaágóða af áfengissölu í landinu, eða hvort það eigi að hleypa stóru verslunarkeðjunum inn í dæmið?

Mér svona nokk sama þó ríkið fá að halda þessum tekjum óskiptum, mér er ósárt um það þó keðjurnar hagnist ekki meira en þær gera í dag, ja ekki nema það kæmi út í lægra vöruverði, sem ég efa. Svo spara ég bara bensín og dýrmætan tíma með því að kaupa meira en eina flösku eða kippu í einu, ef sá gállinn er á mér að þurfa meira en vín en vanalega (ég bý ein og er ekki oft með matarboð). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 21:39

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Auðvitað á að líka að ræða framkvæmdarhliðina á svona máli. Þetta er ekki bara spurning um hvort ríkið á eða á ekki að hafa einkasölu. Hlutir eins og pláss skiptir heilmiklu máli, sérstaklega ef að það hefur áhrif á framboð. Ef áfengið tekur mikið pláss frá öðrum hlutum er þetta heilmikið mál. Þetta verður að ræða frá öllum hliðum, ekki bara því hver fær ágóðann. Annars finnst mér svo sem alveg sjálfsagt að ríkið fái ágóðann af áfengiskaupum, þeir borga nú þegar fyrir vandræðin sem hljótast af áfenginu, allt í lagi að þeir noti peningana í það. Sé ekki af hverju einkaaðilar eiga að fá ágóðann en ríkið að halda kostnaðinum af fyllibyttunum. Nema einkaaðilarnir sem mun selja áfengið séu til í að taka að sér þann kostnað lík.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:59

9 Smámynd: Íslands-Bersi

Það eru nú þegar nóg vandamál með drykkju okkar þó við förum ekki að gera þau meiri og fólk sem vil halda matarboð fer í ýmsar búið fyrir það og er ÁTVR ein þeirra. og húmorinn við þetta allt saman að ráðherra heilbrigðis mál er aðal talsmaður þess hélt að vanda mál hans væru nóg . Íslands Bersi

Íslands-Bersi, 19.10.2007 kl. 07:26

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sammála þér Íslands-Bersi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.10.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband