Þetta gerðist bara ekki í Vancouver
20.10.2007 | 17:25
Þetta er nú ekki alveg rétt, nema Kópavogsbúar og Garðbæingar séu til í að vera sagðir í úthverfi Reykjavíkur. Þetta fólk fannst í Surrey sem er borg í nágrenni Vancouver - ekki úthverfi borgarinnar. Surrey er 317.4 ferkílómetrar að flatarmáli og þarna búa 394,976 manns, og borgin er þar með sú tólfta fjölmennasta í landinu (og Vancouver sú áttunda).
Við höfum alveg nóg af glæpum hér í Vancouver svo ekki sé verið að bæta á okkur glæpum þeirra yfir í Surrey.
Hér má sjá nánar um þetta.
Reyndar gerðist það líka í gær að flugvél flaug á blokk í Richmond sem er nágrannaborg okkar hér í suðri. Alþjóðlegi flugvöllur stórvancouversvæðisins er í Richmond og þessari Piper Seneca vél var hreinlega flogið inn í íbúð á sjöttu hæð. Flugmaðurinn lést og tveir íbúar íbúðarinnar voru fluttir á sjúkrahús. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvað gerðist en vitni hafa lýst því þannig að vélinni hafi verið flogið á miklum hraða inn í íbúðahverfi og að hún hafi rétt misst af öðru fjölbýlishúsi áður en hún endaði inni í þessari íbúð. Margir sögðust hafa hugsað til ellefta september þegar þetta gerðist.
|
Sex fundust látin í kanadísku húsi |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |


Alfreð Símonarson
Anna
Ágúst H Bjarnason
Berglind Steinsdóttir
Bergljót Gunnarsdóttir
Bergur Thorberg
Björn Emilsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Brynja skordal
Bwahahaha...
Eiður Svanberg Guðnason
Einar Indriðason
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Fjarki
Geiri glaði
gudni.is
Guðmundur Pálsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Ösp
Gunnar Kr.
Gunnar Már Hauksson
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Halla Rut
Heiða Þórðar
Helgi Már Barðason
Hildur Helga Sigurðardóttir
Himmalingur
Hlynur Hallsson
Hlynur Jón Michelsen
Huld S. Ringsted
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
Ingigerður Friðgeirsdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Ingólfur Þór Guðmundsson
Íshokkí
Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Stefanía Jensdóttir
Jens Sigurjónsson
Jóhann Elíasson
Jón Svavarsson
Júlíus Valsson
Kent Lárus Björnsson
Kristján P. Gudmundsson
Kristlaug M Sigurðardóttir
Loftslag.is
Magnús Geir Guðmundsson
Marinó Már Marinósson
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
Mummi Guð
Myndlistarfélagið
Norðanmaður
Ólafur Th Skúlason
Páll Ingi Kvaran
Ragnar Páll Ólafsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Riddarinn
Róbert Badí Baldursson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Ruth Ásdísardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Sigurður Antonsson
Sigurjón
Svala Jónsdóttir
Svanur Gísli Þorkelsson
Sæmundur Bjarnason
Toshiki Toma
Valdimar Gunnarsson
Vertu með á nótunum
Wilhelm Emilsson
Þorsteinn Briem
Þóra Lisebeth Gestsdóttir
Þóra Sigurðardóttir
Þröstur Unnar
Öll lífsins gæði?






Athugasemdir
mbl er þó aðeins nær því en visir.is, þeir segja að þetta hafi verið í Toronto :o)
Birna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:11
Hehe, kannski RUV hafi haft þetta rétt (ef þeir nenntu að segja frá því).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.10.2007 kl. 19:29
Í fréttum á Stöð2 í hádeginu var sagt frá þessu flugslysi og þar var sagt að það hefði gerst í Vancouver!!
Mummi Guð, 20.10.2007 kl. 19:46
Fyndið. Þeir líta greinilega á allar borgir í BC sem Vancouver.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:01
Ég held nú að menn aðgreini yfirleitt ekki nágrannabæji, sem eru því sem næst samvaxnir, frá nærliggjandi borgum. Íslendingar sem búa í Nacka eða Botkyrkja segjast td. oftast búa í Stokkhólmi og þeir sem búa í Bærum telja sig margir hverjir vera íbúar í Ósló þó að þeir séu ekki einu sinni í sama fylkinu.
Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 19:04
Þetta er líka gert í sambandi við Seattle, ef það væri verið að segja frá einhverju sem gerst hafði í Bellevue eða Tacoma þá mundi það aldrei vera tíundað heldur bara sagt að þetta hefði gerst í Seattle!
Frakar asnalegt
Hrabba (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.