Litir haustsins

Ég fékk mér göngutúr um hverfið í dag (svona nokkurn veginn það eina sem ég gerði). Point Gray (hverfið mitt) er í haustlitunum, gulum og rauðum, og hvassviðrið fyrir helgina sveipaði götur og gangstéttir gulum ljóma laufblaðanna. Ég tók með mér myndavélina og tók myndir. Set nokkrar þeirra hér inn svo þið getið séð hvernig þetta leit út. Takið eftir að skreytingar fyrir Hrekkjavökuna eru líka svona smám saman að koma upp. Enda bara rúm vika þangaðtil. Svona er sem sagt Vancouver í dag.

Fire hydrant  Yellow tunnel   

Walking the dog  Leaves on the ground

 Signs of fall   Doorway

Changed colours  A squirrel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæl Kristín, það er greinilega mjög fallegt þarna enda hefur maður heyrt að Vancouver sé ein fegursta borg heims. Mig hefur lengi langað til að ferðast þangað og til vesturhluta Kanada.

Þorsteinn Sverrisson, 21.10.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna

Þetta eru dásamlegar myndir hjá þér. Allar árstíðir hafa sinn sjarma en haustið er ótrúlega skemmtilegur tími með öll sín fallegu litbrigði. 

Björg K. Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir, svo mikil stemming í þeim (elska haustið ofurheitt).

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir öll. Þorsteinn, Vancouver er dásamleg borg. Hér rignir reyndar of mikið ef maður getur horft fram hjá því þá eru ekki til margir betri eða fallegri staðir, hvorki að sumri né vetri. Og vestrið er almennt mjög dásamlegt. Klettafjöllin eru mögnuð, Oregon ströndin er dásamleg, svo ég tali nú ekki um ströndina hér upp með og allar eyjarnar. Mæli með ferðalagi hingað vestur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.10.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband