Undirbúningur undir veturinn

Undanfarin ár hefur októbermánuđur veriđ óskaplega fallegur í Vancouver og vetrarveđriđ, ţ.e. rigningin, ekki hafist ađ alvöru fyrr en í nóvember. Í ár erum viđ ekki svo heppin. Eftir tiltölulega leiđinlegt sumar fengum viđ nokkuđ stutt haust og októbermánuđur hefur veriđ ógurlega blautur. Undanfarnar tvćr vikur hefur t.d. nćstum ţví rignt upp á hvern einasta dag. Og gallinn er ađ ţetta er komiđ til ađ vera. Viđ megum eiga von á rigningu meira og minn ţar til í apríl eđa svo. Í fyrra rigndi nćstum ţví samfellt í tvö mánuđi. Viđ fengum einn rigningarlausan dag inn í miđju, eđa svo.

Ég hef yfirleitt ekki gert margt til ađ undirbúa mig undir rigninguna, nema ég er alltaf međ regnhlíf í töskunni og ţegar regniđ verđur sem verst fer ég í regnkápu og regnbuxur. Skórnir eru yfirleitt bara strigaskór, nema ţegar pollarnir verđa of miklir, ţá hef ég fariđ í gömlu kuldaskóna mína frá Manitoba sem hafa ţykkan plastsóla sem nćr uppá skóna. En ţeir eru of heitir fyrir venjulegt Vancouverveđur. Enda gerđir fyrir 40 stiga kulda í Manitoba.

stígvélEftir ţennan blauta októbermánuđ fór ég ţví loks út í dag og fann mér gúmmístígvél. Ég mátađi reyndar ein tískustígvél í gćr en ţau voru of stór og ég vil ekki ţurfa ađ vera í tvennum pörum af ullarsokkum. Svo ég fór í sérverslun međ rigningarvörur og fann ţar tvenn pör af stígvélum númer fimm (sirka 35 og hálft). Önnur voru hvít međ lođkraga og ég vildi ţau ekki. Hin voru blá međ hundum og köttum (sbr. It's raining cats and dogs 'ţađ rignir hundum og köttum'). Ég labbađi um í ţeim í svolítinn tíma til ađ venjast ţví ađ vera í bláum gúmmístígvélum međ teiknimyndum á, og ákvađ ađ ef ég fćri meir út í rigninguna ef ég ćtti góđ stígvél, ţá vćri ţađ ţess vel virđi. Ţau kostuđu reyndar um 5000 krónur en ţađ er ekki hćgt ađ fá mikiđ ódýrari stígvél en ţađ. Ţetta eru hvorki svört Nokia né blá Viking, en ţau ćttu ađ duga eins vel.

Ég held ég verđi bara býsna flott í stígvélunum mínum - og regnkápan mín er blá svo ég verđ öll í stíl. Kannski ég sýni ykkur mynd af mér í múnderingunni einhvern daginn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kannski..." Mer finnst nu hreinlega bara skylda ad syna okkur mynd af ther i munderingunni! Mer finnast annars stigvelin thin aedisleg, thu verdur adal-paejan i Vancouver i thessu (og tha er innifalid, surrey og allar adrar nalaegar borgir, eins og vid skiljum af heimsfrettunum!). Eg veit ekki hversvegna, en thegar eg sa stigvelin thin tha datt mer i hug Winnie the Pooh...en svo fann eg bara mynd af honum i raudum stigvelum.. http://www.ezthemes.com/previews/p/poohrainrevised.jpg

Rut (IP-tala skráđ) 23.10.2007 kl. 11:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband