Útsvar
3.11.2007 | 21:52
Áðan horfði ég á spurningarþáttinn Útsvar frá því í gær. Mamma hafði sagt mér frá því að minn gamli kennari og vinur Erlingur Sigurðarson væri einn þátttakenda. Hef reyndar líka tengingar við hin tvö í liðinu. Leikkonan unga er systir hennar Ólu Siggu sem var með mér í bekk í MA og Pálmi er giftur frænku minni (eða það segir mamma mér).
Þetta var hinn skemmtilegasti þáttur og þetta segi ég ekki bara vegna þess að Akureyringar unnu. Það sem er skemmtilegt við þennan þátt er að margar spurningarnar eru ekki svo erfiðar svo maður getur sjálfur svarað slatta. Mér fannst alltaf gallinn við Spurningarkeppni framhaldsskólanna að spurningar voru yfirleitt svo níðþungar að maður vissi yfirleitt ekki svarið við neinum þeirra, og það er ekki endalaust hægt að skemmta sér yfir því hversu klárir þessir krakkar eru.
Hef annars verið að hlusta á Katie Melua eftir að ég las um að hún væri á Íslandi. Hún er alveg mögnuð. Hafði aldrei heyrt í henni áður en mun pottþétt hlusta meira á hana núna.
Athugasemdir
já og já!
ég horfði á útsvar áðan líka (endursýning) djö var þetta skemmtilegt og ekki ekki var það verra að okkar fólk rúllaði þessu svona vel upp ;)
Katie Melua verður pottþétt meira í spilaranum mínum líka héðan í frá!
Annað sem ég mæli með er mugison.is .. eða sko nýji diskurinn hans, getur loadað honum niður ... en þarft reyndar að borga fyrir það. en oh hvað ég vildi að allir tónlistarmenn gerðu svona þá ætti maður ekki eins erfitt með að versla t.d. ísl tónlist þegar maður býr í útlöndum!
Hrabba (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 01:26
Nei nei, mér þótti fyrsti Útsvarsþátturinn svo leiðinlegur af því að hann var ekkert ögrandi og engar erfiðar spurningar. Stjórnendurnir töluðu líka um að þær væru of léttar og ætluðu að láta þyngja þær aðeins. Síðan hef ég ekki horft, ég gæti reyndar haft gaman af leikþættinum og sá brot úr einum þætti þar sem Diddú lék og lék. Það var gaman.
En mig furðar ekki að Akureyringar hafi unnið (hverja?)! Einkum hafi Erlingur verið með.
Berglind Steinsdóttir, 4.11.2007 kl. 10:47
Sæl, þú mín nú senn miðaldra nemandi, kollega og vinkona.! Þetta blogg þitt rak á fjörur mínar af hafi Google's nú áðan. Væri gaman að heyra meira fræa þér - og þá um eitthvað annað en sjónvarpsfrægð mína í útlandinu, Hafðu það svo ávallt sem best og njóttu þess að vera í úutlandinu - hér er hvasst og blautt og kalt eins og lengstum. - Með vinarkveðju: E.S.
Erlingur Sigurðarson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.