Sorgarfréttir
7.11.2007 | 06:46
Þegar ég kom heim núna í kvöld beið mín tölvupóstur frá mömmu og pabba með vondum fréttum. Fyrrverandi skólasystir mín, Herdís Hauksdóttir, fékk heilablóðfall síðastliðna nótt og lést. Hún var aðeins 38 ára gömul, þremur dögum eldri en ég.
Við Hedda vorum saman í bekk frá því við vorum sex ára gamlar og þar til við kláruðum níunda bekk. Ég hef ekki séð hana oft síðan þá en frétti alltaf reglulega af henni í gegnum mæður okkar og þannig fékk ég að fylgjast svolítið með henni úr fjarlægð. Hedda var falleg stúlka sem frá unga aldri þjáðist af sykursýki og ég man hversu erfitt það var fyrir hana, sérstaklega á unglingsaldri þegar fjárráð urðu aðeins meiri og sælgæti varð stærri hluti af lífi krakka. Það er skrítið til þess að hugsa að næst þegar 9Ú úr Glerárskóla hittist verður Hedda ekki í hópnum. Hún er sú fyrsta sem fer.
Ég sendi mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar og vina. Ég mun ekki geta verið við jarðaförina þar sem ég er í Kanada en ég mun biðja mömmu og pabba að láta mig vita hvenær hún verður svo ég geti kvatt hana á sama tíma og aðrir.
P.S. Fann þessa mynd af henni á síðu leikskólans Álfaborg þar sem hún vann. Ég vona að þeim sé sama.
Athugasemdir
Þetta eru rosalegar sorgarfréttir af henni Heddu, tók mig smá tíma að virkilega skilja hvað ég var að lesa.
Rakel (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 07:42
Virkilega leiðinlegt að heyra, og samúðaróskir frá Akureyri, var sjálfur í Glerárskóla á ykkar tíma, líklega í bekk ofar.
Hlynur Birgisson, 7.11.2007 kl. 09:46
Rosalega sorglegt
Maria Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:31
Já, þetta er svo sannarlega sorglegt. Mér leið svo illa þegar ég fékk bréfið frá mömmu og pabba.
Og jú Hlynur, þú varst ábyggilega ári á undan okkur frekar en tveimur (við vorum fæddar 1969).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.11.2007 kl. 16:41
æ þetta var leiðinlegt að lesa :(
hmm hvernig má orða þetta; þið eruð þannig séð heppin (ef svo má að orði komast) að ekki sé neinn farinn fyrr ... í mínum bekk (ég er fædd 78) er einn farinn hann fékk heilaæxli!! Þegar við hittumst á 10 ára útskr. afm. þá fórum við einmitt að leiðinu hans ... en þá var hmm eitt eða tvo ár síðan hann lést sennilega bara eitt. Svo veit ég að úr bekknum á eftir mér (79) eru 3 farnir ... því miður þá hafa sennilega allir svona sögu að færa úr sínum gamla grunnskólabekk.
Hrabba (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:25
Ég kannast við Hlyn Birgis. sem kvittaði hjá þér....eða það held ég ...
Hann var með Hreini bróðir í bekk. Heimurinn er lítill !
Rakel (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:25
Sæl Stína.
Var bara að fá fréttir af andláti Heddu hérna á blogginu þínu. Úfff, er varla búin að ná þessu. Ég vil einnig senda samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina.
Elva (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:07
Hlýjar kveðjur til þín - það er leiðinlegt að vera einn í útlandinu þegar svona stendur á.
AuðurA (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 00:59
Samúðarkveðjur Stína mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 08:11
Mikið er þetta sorglegt. Maður má þakka fyrir hvern dag sem maður fær. Hún var góð stelpa. Samúðarkveðjur Stína mín
Guðrún Ösp, 8.11.2007 kl. 08:23
Sæl Stína hér er ég að fylgjast með skoða reglulega síðuna þína gaman að sjá hvað margir eru að skoða líka vildi að þú gætir verið með okkur en svona er þetta líf ekki alltaf sanngjarnt bestu kveðjur frá Akureyri Gunna Tunna og co
Gunna magga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:08
Hæ Stína eg var að senda að senda póst vonandi barst hann til þín, eg er með nýtt netfang. maria69@hive.is, og takk fyrir bréfið alltaf gaman að fá póst. Kær kveðja Maria Þorláksdóttir
Maria Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.