Þegar gamlir hundar læra að sitja

Þótt ég ég sé komin hátt á fertugsaldur er ég alltaf tilbúin að prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt. Ég púa á öll orðatiltæki um að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Þegar ég bjó í Manitoba lærði ég á snjóbretta. Hafði auðvitað alltaf verið skíðakona en brekkurnar í Manitoba voru of stuttar og of flatar til þess að ég hefði gaman af því að skíða þar, en þar sem ég kunni ekkert á snjóbretti fannst mér þetta upplagt tækifæri. Svo ég keypti mér bretti og aðrar græjur og fór á námskeið og lærði undirstöðuatriðin. Fljótlega var brekkan norðan Winnipeg of lítil fyrir mig svo ég fór að keyra tvo tíma í suðvestur í betri brekku. Þar var gaman að brettast og ég varð alveg þokkaleg.

Í Manitoba lærði ég líka gólfhokkí. Það er ekkert ósvipað hinu svokallaða bandí nema er leikið með almennilegum hokkíkylfum og gúmmíbolta. Ég hafði spilað bandí í menntaskóla en þar lærðum við svo sem enga tækni eða neitt almennilegt um leikinn. Það var því ekki fyrr en ég fór að spila gólfhokkí með kanadískum strákum sem ég lærði almennilega á íþróttina og það skapaði auðvitað líka þennan hokkíáhuga sem ég hef. 

Í sumar fór ég að spila frisbí leikinn 'ultimate' sem ég hafði aldrei spilað áður, en varð að gera eitthvað til að halda mér í formi á meðan fótboltinn var í sumarfríi.

Og nú er komið að enn einu takmarkinu. Ég ætla að læra að skauta almennilega. Ég geta skautað þokkalega áfram en ég kann illa að fara afturábak og ég get ekki stoppað. Það er reyndar ekki alveg rétt. Ég get stoppað ef ég er á listdansskautum með tönnum framan á. En það er ekkert skemmtilegt. Ég vil geta stoppað á hokkískautum. Enda hokkí auðvitað lokatakmarkið þegar ég get sett saman gólfhokkígetuna og skautagetuna. Ég skráði mig því á skautanámskeið fyrir fullorðna. Ég ætlaði alltaf að gera það í Manitoba en þar fann ég aldrei upplýsingar um skautanámskeið fyrir fullorðna - bara fyrir börn - og ég vildi alls ekki læra að skauta með þessum litlu fimm ára gömlu.

Þegar ég hringdi til að skrá mig bað ég um að vera sett á annað til þriðja stig því ég var viss um að ég þyrfti ekki á fyrsta stig. Þar var mér hins vegar sagt að ég gæti ekki sleppt stigi nema ég kæmi fyrst á staðinn og einhver starfsmanna skrifaði uppá að ég gæti farið beint á annað stig. Svo ég fór í gær og skautaði innan um öll litlu börnin. Mér var sagt að ég hefði rétt fyrir mér, ég hefði ekkert með fyrsta stigið að gera, svo ég mun fara beint á annað stig. Mikið rosalega var ég annars ánægð með að vera komin með skauta á fæturna. Hefur alltaf fundist gaman á skautum en skautaði sjaldan þegar ég var barn af því að ég var alltaf á skíðum. Þegar ég bjó í Manitoba fór ég reyndar stundum niður að Assiniboine ánni og skautaði niður að Forks, þar sem Assiniboine og Rauðáin mættust. Þetta var góð líkamsrækt. Hins vegar þurfti ég ekkert að kunna að stoppa svo ég lærði það ekki.

Fyrir tveimur árum fór ég á tímabili út með hokkíleikmanni sem einnig þjálfaði börn og konur í hokkí. Hann kenndi mér grunnatriðin í því að skauta afturábak og reyndi að kenna mér að stoppa en það gekk ekki alveg nógu vel. Við hættum saman áður en ég náði þessu. Þannig að nú verð ég að leita til atvinnumanns! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Hvernig ertu á línuskautum? Hlýtur það ekki að fara vel saman við hina? Mér gengur enn illa að bremsa á þeim og þori ekkii að fara niður brekkur.

Gísli Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 08:04

2 identicon

Hehe, eitt af því fyrsta sem Karl Johan gerði (eftir að við kynntumst altsvo) var einmitt að kaupa hokkískauta handa mér ;) Mig grunar hinsvegar að í mínu tilfelli sé orðið fullseint að kenna mér "að sitja".. Hann á einmitt samskonar skauta og eru á myndinni og er svaka flinkur :)

Helga Fanney (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:28

3 identicon

Flott hja ther ad neita ad luta thvi natturulogmali ad ekki se haegt ad kenna gomlum hundi ad sitja! Allt er haegt ef viljinn er fyrir hendi. Thetta a tho ekki vid maka minn thegar skautar eru annars vegar -Helga, eg er hraedd um ad thid seud i sama hop. Thegar eg setti Sergio einusinni a linuskauta helt hann 90° vinkli i mjodminni thartil buid var ad fjarlaegja thetta mordtaeki undan iljunum a honum. Tha var thad mal afgreitt! En vid hjonakornin skulum skella okkur a fyrsta landslidsleikinn sem thu spilar i hokki Stina, hvar og hvenaer sem thad nu verdur!

Rut (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:58

4 identicon

Frábært ;)  ég er nú samt soldið svekkt yfir því að þú skulur ekki vera flinkari á skautum komandi frá mekka vetraríþróttanna :p

Ég þykist sjálf vera nokkuð góð á skutum ... og þá hokkí skautum þar sem að um 13/14 ára aldurinn var ég farin að skauta "hokkístyle" á tannaskautunum og heimtaði hokkískauta ... og á þá enn :D  Enda var lítið mál fyrir mig að fara yfir á línuskauta þegar það æði kom og á ég eina slíka og renni mér stundum um götum á þeim .. þó allt of sjaldan!  Ég kann að fara aftur-á-bak og áfram heh og skransa ... en ég nota bremsuna á línuskautunum.

Á afmælinu mínu í janúar fór ég og nokkrir bekkjarfélgar á skauta í sommerset house í London ... þar eru hokkískautar leigðir þannig að ég gat sýnt allar mínar bestu hliðar og skemmti mér svoooo vel .. enda var ég BEST ehhe datt samt 2svar ..EN það var nú bara því að þeir voru svo illa skerptir :p ... alveg satt

Hrabba (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég kann ágætlega á línuskauta og þar munar mestu um stoparann á hægri skauta. Held það sé einmitt út af línuskautunum sem ég er þokkaleg á ísskautunum. Mikið rosalega hlakka ég til þess að geta stoppað líka á hokkískautunum.

Helga og Rut, þið skellið ykkur einhvern tímann saman á skauta þar sem Rut og KJ sýna listir sínar og Helga og Sergio sitja og drekka kakó á meðan. Það gerði Tim á meðan ég fór á skíði.

Hrabba, það var eiginlega aldrei neitt svell á Akureyri þegar ég var að alast upp. Stundum var vatni sprautað yfir Þórsvöllinn og við gátum skautað þar en það var ekkert svo oft. Man eftir að hafa tvisvar farið upp í Lundarskóla á skauta þegar ég var unglingur. Maður fór aldrei á skauta á tjörninni í innbænum og það var ekki búið að byggja skautasvellið þar, né heldur höllina fyrr en ég var orðin fullorðin. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.11.2007 kl. 19:18

6 identicon

æ já þú ert víst soldið eldri en ég ;)  bróðir vinkonu minnar fór einmitt stundum með okkur upp á þórsvöll ... stundum þurfti að "riðja" göng til að geta skautað ... það var svo mikill snjór ... oh those days were good :D

en já ég var einmitt annsi mikið á svellinu inn í innbæ .. en hef nú ekki farið síðan það var yfirbyggt!  Og stundum fór maður á tjörnina við hliðina svona inn á milli ferða á svellinu sjálfu :p 

Hrabba (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:01

7 identicon

Ja eg held ad eg geti faar LISTIR synt a skautum thott eg geti stadid upprett a theim!! Annars sendi eg ther kannski vid taekifaeri (thegar eg kemst i ad hlada thvi nidur) stutt video thar sem Oscar synir glaesilega Hokkitakta. Spurning hvort hann verdur ekki keyptur fyrir fyrsta afmaelisdaginn sinn af einhverju NHL lidi !

Rut (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband