Svalanauðgarinn

Ég varð fyrir undarlegri reynslu á þriðjudaginn. Ég fór niður í bæ því ég þurfti að skreppa í búð og á eftir labbaði ég inn í Pacific Centre sem er molinn í miðbænum. Þar sem ég geng eftir ganginum tek ég eftir manni sem kemur til móts við mig. Hann var eitthvað svo útlifaður og undarlega klæddur að ég gat ekki annað en horft á hann þegar við mættumst. Hann leit beint á mig til baka og ég stirðnaði upp. Ég er 99% viss um að þetta var Paul Callow, svalanauðgarinn svokallaði, sem nauðgaði fjölda kvenna í Toronto á níunda áratugnum. Hann náðist að lokum og var sendur í tuttugu ára fangelsi og afplánaði allan þann dóm. Í febrúar síðastliðinn varð hann loks frjáls og fluttist til Surrey hér í Bresku Kólumbíu. Myndir af honum voru birtar í öllum fjölmiðlum í nokkra daga á eftir svo allir gætu þekkt hann og íbúum í Surrey var tilkynnt um að hann væri fluttur í borgina. Íbúar þar urðu að sjálfsögðu brjálaðir og voru haldnir margir mótmælafundir. Og ekki að ástæðulausu. Callow er ekki bara nauðgari, hann er óforbetranlegur. Hann var meira að segja sakaður um kynferðisárás á fangavörð á meðan hann var í fangelsi og hann hefur neitað allri endurhæfingu. Eina ráðgjöfin sem hann þiggur er frá þriðja árs háskólanema. Þá hefur hann sjálfur sagt opinberlega að hann hafi ekki trú á að hann geti hætt. Þessi maður á eftir að nauðga aftur.

Ég hef í raun ekki óttast hann né aðra kynferðisglæpamenn en það var virkilega erfitt að sjá hann og það var jafnvel erfiðara að hann sá mig. Guði sé lof að ég mætti honum í fjölmennri verslunarmiðstöð en ekki úti í skógi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, hvernig heldur þú að honum líði með allar þessar ofsóknir ?

Það sem vanalega gerist í kjölfarið á svona fjölmiðlafári er að viðkomandi einstaklingur fær hvergi almennilega vinnu, og verður almennt í slæmum málum með allt, útigangsmaður í vímuleit og með óreglu á lífi sínu, sem bíður hreinlega upp á það að hann brjóti aftur af sér.

Og þá er sagt að hann sé "óbetranlegur" 

Fransman (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:09

2 identicon

Ó Fransman þú ert svo mikið tilfinningabúnt krúttið þitt.

Gott að vita að allir eigi hauka í horni.Smakk beyglan þín.

Margrét (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Gulli litli

pas på!

Gulli litli, 9.11.2007 kl. 16:21

4 identicon

fock

Hrabba (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, ég er sannfærð um að það er erfitt að koma út úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir kynferðisglæpi. Þú ert hataður alls staðar og enginn vill hafa þig nálægt. Það hlýtur að vera erfitt að rétta sig af í lífinu undir þeim kringumstæðum. En þetta er engum að kenna nema nauðgaranum sjálfum. Hann gróf sér þessa gröf. Og það gæti vel verið að stundum séu nauðgarar betranlegir en ekki Callow. Það að hann skuli ekki einu sinni geta setið á sér eftir að hann hlýtur dóm, hlýtur að segja eitthvað. Hann reyndi að nauðga fangaverði!!! Hann neitar allri hjálp. Hann segist sjálfur ekki ráða við hvatirnar og telur að hann muni nauðga aftur. Ég er ekkert að skjóta út í  loftið þegar ég segi að hann sé óforbetranlegur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.11.2007 kl. 19:11

6 identicon

Svo er hann víst úranauðgari líka.

portvaldur (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Fishandchips

Skil þig vel. Sérstaklega þegar þessum brotamönnum er plantað inn í hverfi, þar sem jafnvel fyrrverandi fórnarlömb búa. 

Fishandchips, 10.11.2007 kl. 00:04

8 identicon

Ég skil þig vel og hvet þig til að halda áfram svona skrifum. Ekki veitir af að vara við. En tekurðu eftir hálfkæringnum í sumum svaranna? Mig undrar það reyndar ekki því menn telja menn fæðast með sína "kynhneigð" og að henni verði ekki breytt. Þá verðum við einfaldlega að leyfa þessum mönnum að koma fram eins og þeir eru - og þessari vitleysu trúa menn. Hún hefur verið birt á prenti á Íslandi.

Ég trúi aftur á móti að menn ali með sér vitleysisganginn og láti ofbeldið stjórna för, lítilsvirði aðra og hugsi á mjög eigingjarnan hátt án þess að virða náunga sinn (karl eða konu)

Guð hjálpi okkur.

Snorri í Betel 

snorri (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 00:38

9 identicon

þetta er svakalegt. ég hefði lamast úr hræðslu að mæta svona kvikindi út á götu, engin spurning!

Rakel (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband