Veisla fyrir Paul og Bítlaaðdáendur

Paul McCartney og Bítlaaðdáendur ættu að gleðjast þessa dagana.

The McCartney Years
Eftir tvo daga kemur út DVD settið The McCartney Years sem inniheldur fjölda laga McCartneys eftir að samstarfi hans við Bítlana lauk. Þarna verður fjöldi tónlistarmyndbanda en einnig lög tekin upp á tónleikum og dekkar safnið um fjörutíu ára feril. 

Diskar eitt og tvö innihalda tónlistarmyndböndin. Það fyrsta er frá 1970, Maybe I'm Amazed, og þarna má líka sjá Say Say Say frá níunda áratugnum, The World Tonight frá tíunda áratugnum og síðasta lagið er Fine Line frá 2005. Það þýðir að ekkert myndbandanna sem gerð voru fyrir nýjustu plötuna komust inn í safnið.

Hægt er að horfa á myndböndin í réttri aldursröð eða í þeirri röð sem Paul setti þau sjálfur. Sú röð hentar betur ef fólk vill horfa á myndböndin og hlusta á upplýsingar Pauls sjálfs um þau.

Diskur þrjú hefur að geyma upptökur frá þremur tónleikum, Rockshow frá 1976 (vildi að þeir hefðu gefið út þá tónleika í fullri lengd enda frábærustu tónleikar allra tíma - sá þá í Nýjabíói á Akureyri fyrir löngu), Unplugged frá 1991 og Glastonbury 2004.

Það er hellingur af bónusefni á diskunum svo sem Let it be frá LIVE AID, viðtök við Melvyn Bragg og Michael Parkinson, heimildarmyndin Creating Chaos at Abbey Road ofl.

Hér má sjá nánar hvað er á diskunum:

DISC/TRACK LISTING DISC 1 1. Tug Of War 2. Say Say Say 3. Silly Love Songs 4. Band On The Run 5. Maybe I'm Amazed 6. Heart Of The Country 7. Mamunia 8. With A Little Luck 9. Goodnight Tonight 10. Waterfalls 11. My Love 12. C-Moon 13. Baby's Request 14. Hi Hi Hi 15. Ebony And Ivory 16. Take It Away 17. Mull Of Kintyre 18. Helen Wheels 19. I've Had Enough 20. Coming Up 21. Wonderful Christmastime Extras 1. Juniors Farm 2. Band On The Run 3. London Town 4. Mull Of Kintyre 2 5. The Southbank Show

DISC 2 1. Pipes Of Peace 2. My Brave Face 3. Beautiful Night 4. Fine Line 5. No More Lonely Nights 6. This One 7. Little Willow 8. Pretty Little Head 9. Birthday 10. Hope Of Deliverance 11. Once Upon A Long Ago 12. All My Trials 13. Brown-Eyed Handsome Man 14. Press 15. No Other Baby 16. Off The Ground 17. Biker Like An Icon 18. Spies Like Us 19. Put It There 20. Figure Of Eight 21. C'Mon People Extras 1. Parkinson 2. So Bad 3. Creating Chaos At Abbey Road

DISC 3 Rock Show 1. Venus And Mars 2. Rock Show 3. Jet 4. Maybe I'm Amazed 5. Lady Madonna 6. Listen To What The Man Said 7. Bluebird MTV Unplugged 8. I Lost My Little Girl 9. Every Night 10. And I Love Her 11. That Would Be Something Glastonbury 12. Jet 13. Flaming Pie 14. Let Me Roll It 15. Blackbird 16. Band On The Run 17. Back In The USSR 18. Live And Let Die 19. Hey Jude 20. Yesterday 21. Helter Skelter 22. Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band Extras 1. Live Aid 2. The Superbowl XXIV

Ef þið farið hingað: http://www.youtube.com/paulmccartney þá getið þið séð aðeins meira um þennan spennandi disk.

Ég vil þó taka það fram að þetta safn er alls ekki tæmandi og á Amazon.com hefur einhver náungi t.d. komið með lista yfir myndbönin sem gerð hafa verið við lög Pauls en sem ekki eru á disknum. Það hefði verið magnað að fá tæmandi safn. En kannski bæta þeir fjórða disknum við síðar.

 

Help (Deluxe)
Hin veislan sem boðið er uppá er útgáfa kvikmyndarinnar Help á dvd. Ég átti myndina á vhs og síðar sjóræningjaútgáfu á dvd en það sem boðið er uppá í Deluxe pakkanum er svo miklu meira:

Disc 1 (96 minutes)
-HELP! Theatrical Movie
Digitally restored and newly created 5.1 soundtrack.


Disc 2 (57 minutes)
- The Beatles in Help! 30 minute documentary about the making of the film with Richard Lester, the cast and crew. Includes exclusive behind the scenes footage of The Beatles on set.
- A Missing Scene Featuring Wendy Richard
- The Restoration of Help! An in depth look at the restoration process
- Memories of Help! The cast and crew reminisce
- Theatrical Trailers 2 US trailers and 1 Spanish trailer
- 1965 US Radio Spots - Hidden in disc menus

Deluxe Package also includes:
- a reproduction of Richard Lester s original annotated script
- 8 lobby cards
- poster
- 60-page book with rarely seen photographs and production notes from the movie

Á amazon.com er hægt að kaupa McCartney safnið og delux útgáfuna af Help fyrir $114.48. Það er mikill peningur en ætti að vera þess virði. Það er hægt að horfa á þessa gaura endalaust. Ég vil þó benda Íslendingum á að ef þið kaupið í gegnum Amazon verðið þið að hafa spilara sem spilar Zone 1 og sjónvarp sem spilar NTSC. Annars verðið þið fyrir vonbrigðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Ég sá Paul ásamt konu minni og syni á Parken í Kaupmannahöfn og mun aldrei gleyma þeyrri upplifun. Takk fyrir þessa færslu Krístín.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 11.11.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband