Lasin á minningardegi hermanna
12.11.2007 | 08:05
Ég eyddi deginum í það að vera lasin. Svaf fyrst til tíu, fékk mér svo morgunverð og reyndi svo að læra svolítið af og til allan daginn en hafði ekki orku í að sitja lengi við. Sem betur fer fór ég á vídeóleigu í gær og leigt fyrstu tíu þættina af season 2 af Dark Angel. Horfði á fyrstu fimm í gær og átti því fimm eftir í dag. Horfði reyndar bara þrjá því að ég skreið uppí rúm og svaf hluta af deginum. Í kvöld sat ég svo alveg yfir sjónvarpinu því fyrst var The Amazing Race 12, síðan Desperate Housewives og að lokum Law & Order: CI. Sunnudagskvöld eru alltaf góð í imbanum. Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa eytt megninu af deginum í svefn og sjónvarpsgláp. Maður á að gera það þegar maður er lasinn.
Vegna þessarar bölvuðu kvefpestar gat ég ekki spilað fótbolta. Ég var reyndar ákveðin að spila alveg þar til ég vaknaði í morgun. Þá var ég farin að hósta niður í brjósthol og þá er nú ekki gott að fara út að hlaupa. Sennilega hefði ég ekki heldur getað hlaupið hratt né lengi og varla verið mikil hjálp í mér. Stelpurnar geta hins vegar greinilega verið án mín því þær gerðu 2-2 jafntefli við smástelpuliðið sem við spiluðum við. Þetta var lið úr 21 árs og yngri deildinni sem var nýlega fært upp í okkar deild af því að það var einu liði of mikið í þeirra og einu liði of lítið í okkar. Þær eru náttúrulega þindarlausar smápíur sem geta spilað endalaust og við gætum verið mömmur þeirra, enda sumar í mínu liði komnar yfir fertugt og við margar að nálgast það. Þessar stelpur spiluðu í síðustu viku við efsta liðið í deildinni og unnu 2-0 þannig að mínar stelpur stóðu sig vel með jafnteflinu. Erkiféndurnir í North Shore Saints eru í fyrsta sæti en við höfum ekki enn spilað við þær og munum ekki spila við þær fyrr en eftir jól. Þangað til munum við spila við þrjú af fjórum neðstu liðunum og er vissara að vinna alla þá leiki til að eiga möguleika á öðru hvoru af efstu sætunum.
Vonandi líður mér betur á morgun því mig langar að klifra.
Annars er Remembrance Day í dag. Þá er hermanna landsins minnst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.