Rafmagnsleysi og annar stormur á leiðinni
13.11.2007 | 19:39
Á forsíðu blaðsins í morgun mátti sjá mynd frá veðurofsanum í gær og þar kom fram að ferjurnar hefðu ekki getað gengið megnið af deginum, 190 þúsund manns hefðu þurft að sætta sig við rafmagnsleysi og fjöldi trjáa hefði fallið. Ekki er vitað hve langur tími líður þar til allir hafa fengið rafmagnið aftur en talið er að alla vega 40.000 heimili séu enn rafmagnslaus.
Þetta grunaði mig. Um leið og ég vaknaði upp í fyrrinótt við hávaðann frá veðrinu vissi ég að einhverjir ættu eftir að lenda í vandræðum vegna þessa. Sem betur fer slapp mitt hverfi því ég hefði drepist úr leiðindum ef rafmagnið hefði farið. Nógu slæmt að vera lasinn en enn verra ef maður getur ekki stytt sér stundir við sjónvarpsgláp. Þegar ég er lasin get ég nefnilega ekki lesið mjög lengi í einu þannig að ég hefði ekki getað látið bókina stytta mér stundir allan daginn. Jafnvel þótt ég sé að lesa Henning Mankell.
Verstu fréttirnar eru þó þær að það spáir öðrum slíkum stormi á fimmtudag. Kannski ég þurfi að kaupa vatnsbrúsa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.