Dagur íslenskrar tungu

Þótt ég sé íslenskufræðingur að mennt hef ég nú ekki gert mikið í tilefni dagsins, nema ég talaði við mömmu í morgun og talaði þar af leiðandi svolitla íslensku. Og svo hef ég líka bloggað á íslensku - en það geri ég nú flesta daga.

Annars hefur mér alltaf fundist að dagur íslenskrar tungu ætti að vera 14. september. Þann dag fæddust þrír íslenskufræðingar: Gísli heitinn Jónsson, íslenskukennari við MA til margra ára, snillingurinn Sigurður Nordal og svo náttúrulega ég.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

14. september er fín dagsetning. Þekki fullt af góðu fólki sem fæddist á þeim degi - m.a. á hún móðir mín þennan afmælisdag.

Björg K. Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband