Á leið til Barcelona

Á morgun fer ég til Barcelona. Ja, reyndar er það ekki alveg rétt því á morgun mun ég leggja af stað til Barcelona en ég mun ekki koma þangað fyrr en á miðvikudaginn. Þetta er auðvitað sambland af tímamismuninum og því að þetta er býsna langt ferðalag. Ég mun fljúga til London, sem er um tíu tíma flug, og þaðan flýg ég svo til Spánar sem ég held að taki einn eða tvo tíma. Við þetta má bæta tímanum sem það tekur að komast á flugvöllinn (á milli 30 og 40 mínútna - fer eftir umferð), um tveggja og hálfs tíma bið á vellinum (aukið eftirlit, lengri tími), biðtíma í London, lestarferð frá flugvellinum í Barcelona og inn í borgina, einhvers konar ferð að gestahúsinu (veit ekki eins og er hvernig sá hluti mun fara fram). Guð minn góður, ég verð nú bara stressuð af því að hugsa um það allt.

Annars er spurning hvort ég get orðið stressaðri því ég er nefnilega ekki búin með fyrirlesturinn og ég mun þurfa að klára hann fyrir hádegi á morgun. Það væri allt í lagi ef ég hefði allan morguninn en ég á enn eftir að klára að fara yfir heimaverkefni í hljóðkerfisfræði. Og ég er ekki búin að klára að pakka! En....einhvern veginn mun þetta allt hafast. Ég hlakka til að setjast niður í flugvélinn og lesa Fimmtu konuna eftir Henning Mankell.

Næsta blogg verður væntanlega frá Spáni. Adiós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband