Frost í Vancouver

Það er kalt í Vancouver þessa dagana. Fer niður í ellefu stiga frost á næturnar. Ég er ekki viss um að það hafi gerst áður á þessum fjórum árum og þremur mánuðum sem ég hef búið hér í borg. Þetta er náttúrulega ekki neitt fyrir Winnipegbúa en ég er orðin vön þessu milda loftslagi sem ríkir hér á vesturströndinni. Hitt er annað mál að kaldur sólardagur er svo margfalt betri en hlýr rigningardagur að það væri mér ekkert á móti skapi að þetta veður héldist eitthvað áfram. Kannski sérstaklega af því að við erum bara að tala um frost á næturnar og svo hangir þetta yfir frostmarki á daginn. Miðið það við 25-35 stiga frostið sem maður fékk stundum viku eftir viku í Winnipeg! Annars eru Kanadabúar klikkaðir. Það er enn fólk í skólanum í stuttermabol og engum sokkum, eða þá að það fer í létta hettupeysu til að klæða af sér kuldann. Ég fer í úlpu og set á mig húfu, vettlinga og trefil. En ég er líka Íslendingur og okkur finnst gott að klæða okkkur vel og vera hlýtt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er að fara í Gullhring á morgun með Kanadabúa sem eru að klára heimsreisu. Þau komu í dag frá Prag og þeim var sko ekki skemmt yfir kuldanum. Ég sagði þeim á leiðinni til Reykjavíkur að kanadíski dollarinn væri í fyrsta skipti yfir þeim bandaríska - og þau klöppuðu. Mér tókst þá að skemmta þeim. En í alvöru er sá kanadíski núna um 62 en hinn bandaríski 61 - það skal vera fáheyrt (ég fylgist reyndar ekki með öllum gjaldeyri á öllum tímum).

Berglind Steinsdóttir, 30.11.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sá kanadíski er búin að vera yfir bandaríkjadollar í þó nokkuð margar vikur núna. Líklega einhverja mánuði. Það hentar sumum vel og öðrum illa. Erfitt að fara yfir landamærin þessa dagana - Kanadamenn allir að skella sér yfir til að versla.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.12.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband