Snjórinn mættur á svæðið

Ég leit út um gluggann nú rétt áðan og það er allt að verða hvítt. Hér snjóar ekki oft en þegar það gerist fer allt í köku því enginn er með vetrartekk og borgin er mjög hæðótt. Ég er að fara á íslenskan kökubasar í New Westminster núna eftir hálftíma og spurningin er hvernig drekinn Andreu og Halls lætur í hálku.

Ég á að spila fótboltaleik á morgun og í eina skiptið sem það hefur komið fyrir áður að snjór var á jörðu þegar ég átti að spila var leiknum frestað. Það var fyrir tveim árum og ég man að strákur hafði boðið mér á hokkíleik þann dag en ég hafði sagt nei því ég vildi spila minn fótboltaleik. Svo var leiknum frestað og strákurinn var búin að gefa vini sínum miðann. Þannig að ég fékk hvorki að spila fótbolta né horfa á hokkí. Ég ákvað þá að ef ég kæmist ókeypis á hokkí þá myndi ég ekki láta fótboltann sitja fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér í Ottawa er allt hvítt og vindkælingin var mínus 25 gráður í morgun. Þeir eru eitthvað að spá kaldasta vetri í Kanada í einhvern tíma.

AuðurA (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég heyrði það líka. Ég býð nú ekki í kaldasta vetur allra tíma í Winnipeg. Og það er auðvitað skítkalt hjá ykkur líka yfir háveturinn. Hér í Vancouver þýðir þetta bara að við þurfum oftar að vera með trefil.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.12.2007 kl. 21:52

3 identicon

Verður spilað í dag, Kristín?

Gangi þér vel, ef svo verður - og auðvitað alltaf.

Hér á Akureyri hefur snjór verið að falla stöðugt, virkar ekkert þykkt og mikið úr loftinu, en nógu stöðugt til þess að mynda þennan hvíta og sæmilega þykka hjúp yfir allt hérna.

Bestu kveðjur út í þinn snjó!  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, enginn leikur. Öllum leikjum helgarinnar var frestað í gær enda hefði maður aldrei séð neinar línur á vellinum. Allt er á kafi í snjó. Ég er meira að segja farin að velta því fyrir mér hvort það er orðinn nógur snjór hér á túninunu nálægt mér til að fara bara út á gönguskíði. Held það væri nú fínt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.12.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband