Fastir bílar, árekstrar og gönguskíði

Dagurinn í dag var skemmtilegur. Það snjóaði og snjóaði og flyksurnar voru stórar og fallegar og féllu nokkurn veginn beint niður - akkúrat svona snjór eins og ég vil alltaf fá á Þorláksmessu. Þá vil ég líka fara niður í bæ á Akureyri og kaupa síðustu jólagjöfina og fara svo inn á kaffihús og fá mér heitt súkkulaði. Eftir langan á notalegan morgunverð þar sem ég las sunnudagsblaðið upp til agna, fór ég í snjóbuxur og gróf gönguskíðin mín út úr geymslunni. Ég hef ekki farið á gönguskíði síðan ég bjó í Winnipeg því hér þarf maður upp í fjöllin til að fara á gönguskíði og þá vil ég heldur fara á venjulega skíði eða snjóbretti.

Ég labbaði upp sjöundu götu og út á tún sem er þar fyrir ofan. Þar setti ég á mig skíðin og gekk í nokkra hringi á túninu. Fékk leið á því og labbaði því meðfram skóginum. Þar var ákaflega fallegt en ekki þýddi að fara inn í skóginn því þar snjóaði ekki nóg og ég hefði eyðilagt skíðin. Þegar ég kom til baka mokaði ég stéttina og tröppurnar og greip svo myndavélina og fór út að festa dýrðina á starfrænt kort (ekki lengur filmu).

Ég þurfti ekki að labba nema 30 metra til að lenda í spennu. Kínverskur karl stóð fyrir utan bílinn sinn sem lá á ská á götunni. Ég fór til að bjóða fram hjálp mína og komst að því að hann hafði runnið í hálkunni á kyrrstæðan bíl í götunni. Þar varð hann fastur og komst ekki spönn. Ég reyndi að hjálpa við að losa bílinn en ekkert gert. Ég stakk upp á ýmsum aðferðum til þess að losa bílinn en asninn brosti bara og kinkaði kolli og gerði svo ekki rassgat. Ég er viss um að hann skyldi ekkert hvað ég var að segja en var of stoltur til að viðurkenna það. Hann virtist heldur ekkert ætla að gera til að finna eiganda bílsins sem hann keyrði á svo ég hálfpartinn rak hann til þess að fara og banka á dyrnar á nálægasta húsi. Og svo beið ég til þess að tryggja að hann gerði það. Ekki þar fyrir að hann hefði ekki getað stungið af. Var alveg fastur.

Þegar ég loks sneri mér við sá ég annan bíl sem var að keyra upp Sasamat og stoppaði í hálkunni úti á miðri götu. Ég fór líka þangað til að ýta bílnum. Það gekk betur. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í dag. 

 Oh ohPushing

 Light in the snowSnow on a twig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Flottar myndir.  Já, svona stór jólasnjór væri alveg allt í lagi.. mætti koma ca. 22. des, og vera fram yfir þrettándann, svona til að skapa jólaandann.  :-) 

Einar Indriðason, 3.12.2007 kl. 08:27

2 identicon

Jolin hafa thjofstartad hja ther Stina. En dasamlegt ad hafa svona snjo...faerdu ekki svolitid heimthra? Eg vona ad snjoi her fyrir jolin...bara ekki akkurat daginn sem vid forum nidur i Toscana til tengdo. Her i Podalnum snjoar annars sjaldan og t.t.l. litid. I hittedfyrra snjoadi baedi laugardaginn fyrir og eftir brudkaupid okkar (en vid fengum dasamlegt vedur a brudkaupsdaginn) og tha kom lika gonguskidasnjor i eins skiptid sem eg hef verid her. Eg setti skidin a faeturnar vid utidyrnar og gekk stolt litinn hring um hverfid adur en allt bradnadi og hvarf (svona um hadegi...!). Eg held ad nagrannar minir hafi haldid ad their hefdu vaknad upp i draumi, eda i midri sjonvarpssendingu fra La marcia lunga, thvi their hofdu aldrei sed einhvern a gonguskidum med berum augum adur!

Rut (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk Einar. Rut, nei, fékk ekki heimþrá en fannst þeta dásamlegt. Það er samt best að það verði ekki svona á jólunum því þá verða allir fastir og strætó hættir að ganga og ég mu þurfa að komast til Surrey. En ég er glöð að þú gast kætt þessa nágranna þína svolíitið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband