Um smákökur

Á íslenska kökubasarnum um síðustu helgi keypti ég poka af kleinum. Borðaði fjórar þeirra í dag og þær voru nokkuð góðar, en samt ekki eins góðar og mömmu kleinur. Mömmu kleinur eru einfaldlega bestar. Það fær mig til þess að hugsa um jólasmákökurnar sem ég ólst upp við. Mér fannst alltaf Þingeyingar og Gyðingakökur bestar (þvílík nöfn!) en ég man að Jón Ingvi vinur minn elskaði sykurkökurnar. Ég var ekki eins hrifin af þeim. Og ég var aldrei hrifin af vanillukrönsum sem eru  mjög vinsælar hér og kallast 'shortbread cookies'. Og svo voru það smjördeigskökur með súkkulaðispæni í þeim. Ég man ekkert hvað þær hétu en þær voru uppáhaldið mitt á tímabili. Ég hef stundum bakað þær sjálf eftir að ég fékk uppskriftina hjá mömmu. Man ekki heldur hvað hétu smjördeigskökurnar sem voru með súkkulaðidropa ofan á. Mér fannst súkkulaðidropinn alltaf bestur og átti það til að éta hann ofan af.

Sjálf baka ég alltaf Sörur og yfirleitt sirka tvær sortir í viðbót. Það breytist ár frá ári hverjar hinar sortirnar eru. Stundum baka ég marenstoppa með dökkum súkkulaðispæni - þeir eru mjög góðir. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég baka í ár! 

En það er alls ekki hollt að fara að hugsa um smákökur rétt fyrir svefninn. Mig gæti dreymt sætabrauð og kannski fer ég í matarleit um miðja nótt. Reyndar á ég engin sætindi - bara kleinurnar - þannig að það eru ekki miklar líkur á að ég leggist í sælgætisát. Nema ég borði það sem eftir er í Nutella krukkunni!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kökukveðjur til þín kæra bloggvinkona.  Ertu ekki á leið til Íslands í jólafrí?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 09:13

2 identicon

Mmmm, fae vatn i munninn ad hugsa um jolasmakokur...! Eg er ad koma mer i Soru-stemmningu (kannski eg baki thaer i naestu viku) og er thegar buin ad afmeyja pipakokukassann fra IKEA, svo ther er ohaett ad koma i fyrir-jolakaffi til min svona uppur midri naestu viku! Eg var alltaf vodalega hrifin af kurenukokum herna i den, en man nu ekki eftir ad hafa sed kurenur i stormorkudum sidustu aratugina...aetli thaer seu ekki til lengur?

Rut (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:12

3 identicon

Kíktu á www.jonolafur.is Dansandi jólasveinninn er tekinn upp fyrir norðann, ansi nálægt æskuslóðum þínum ef ekki á þeim!!

Jólakveðjur Kikka 

kikka (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega Kikka. Dansandi jólasveinarnir eru æðislegir. Ég á eftir að lesa söguna. Byrjaði á því að hlusta á hana en mér fannst eins og lesaranum leiddist svo ógurlega að ég ákvað að lesa pdf skjalið sjálf, í stað þess að hlusta. Heyrðu, mamma og pabbi biðja að heilsa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.12.2007 kl. 07:31

5 identicon

Þetta er náttúrulega ekki fullkomin en ég get lofað þér því að honum leiddist ekki. Hann las svo hratt að við urðum að hægja á honum eftir á í tölvunni og þá kemur hann út eins og hann sé leiður/fullur/dópaður. Eins eru villur í PDF skjalinu sem gætu farið í taugarnar á doktorsnemum í málvísindum En þú lætur bara sem þú sjáir þær ekki. Ég þróa þetta svo árfam og um næstu jól verður allt komið í lag. Þú segir mér svo hvað þér finnst og skilaðu endilega kveðju til foreldra þinna frá mér.

kv. kikka

Kikka (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband