Ekki gott fyrir heilsu mína

Úff, ég ældi pínulítið upp í mig Sick

Þið verðið að fyrirgefa mér en ég fæ bara alltaf æluna upp í kok þegar ég heyri minnst á Beckham eða hans músarlegu frú. Þau voru einmitt hér í Vancouver tvisvar í síðasta mánuði - fyrst þegar hann spilaði með LA Galaxy gegn Vancouver Whitecaps í, að mér skilst, ömurlegum leik, og síðan þegar frúin reyndi að syngja með kryddsystrum. Ég fór á hvorugan atburðinn og hefði líklega þurft að borga mér fyrir það. Og ef ég hefði farið, hefði ég líklega haft með mér magn af Pepto Bismol! 


mbl.is Beckham tilbúinn til að vera „andlit Englands" 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín,

Hvað eru þau Beckham hjónin búin að afreka í lífinu og hvað hefur þú afrekað í þínu lífi?

Bara svona pæling..., er stundum kallað öfund þegar fólk er að niðra fólk sem vegnar vel í lífinu...

Kalli Lalli.

Kalli Lalli (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Kristján Magnús Arason

hahaha  Það eru nú takmörk á því hvað fólk getur þolað mikið umstang í kringum annað fólk sem manni er alveg sama um.  Það þarf ekki að vera nein öfund þar á ferð.

Ég skil þessa kveisu vel hjá Kristínu.  Þó ég þjáist ekki af sama kvilla, þá dettur mér ekki í hug að borga mig inn á leik þó Beckham sé hér í heimsókn.  Ekki nema síður væri.

Flott innlegg, Kristín. 

Kristján Magnús Arason, 6.12.2007 kl. 22:54

3 identicon

Beckham hjónin eru eitt ofmetnasta fólk,sem ég minnist þessa stundina,eða misserin skil Kristínu vel og er barasta sammála henni.Sjálfumgleði fólks fer bara í pirrurnar í mér,það er nú svo,gangi þér allt í hagin Kristín.

jensen (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Alveg undarlegt hvað sumt fólk þarf alltaf að skrifa allt á öfund. Maður má ekki segja orð án þess að vera sakaður um öfund. Samkvæmt því er Kalli Lalli með leiðindi hér vegna þess að hann öfundar mig. Og ég skal svara þér heiðarlega Kalli Lalli. Ég held að ég hafi afrekað alveg jafnmikið í lífinu eins og Beckham hjónin. Ég hef til dæmis kennt fjöldanum öllum af fólki íslensku, bæði Íslendingum og Kanadabúum. Mér finnst það bara all merkilegt. Bara af því að ég er ekki fræg þýðir það ekki að afrek mín séu neinu minni en þeirra. Þetta er bara snobb í þér. Við höfum ekki öll það takmark að verða fræg. Ólíkt þeim, sem eru ofmetin, er ég bara vanmetin og hana nú. 

Takk Kristján og Jensen. Þið eruð ólíkt skemmtilegri gestir að fá.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:59

5 identicon

Sæl Kristín,

Takk fyrir. Allt þetta fjölmiðlaumstang eiga þau kannski 0,00001% þátt í. Kallast fégræðgi fjölmiðla að skrifa um þau því svo undarlega vill til að menn vilja lesa þetta bull.

Skiptir ekki málin en ég tek húfuna ofan fyrir þínu starfi en hattin ofan fyrir þeirra starfi.

Kalli Lalli

Kalli Lalli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:20

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En taktu eftir því að ég segi í raun bara að ég sé búin að fá nóg af að heyra um þau - eins og reyndar svo margir aðrir. Þetta er það sama og með auglýsingu sem er spiluð of mikið eða lag sem alltaf er spilað í útvarpi. Maður fær ógeð og vill ekki heyra meira. Það segir ekkert um gæði auglýsingarinnar eða lagsins.

Hitt er annað mál að Beckgengið hefur sjálft stuðlað að þessu. Fyrir nokkrum árum ferðuðust þau um Bandaríkin og Japan í því skyni að kynna sjálfa sig - og það er ekki eitthvað sem ég er bara að segja. Þau sögðu það sjálf, og þau ferðuðust á milli stða og komu fram opinberlega sem bara þau sjálf. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.12.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband