Jólalög - hvađ finnst ykkur?
8.12.2007 | 18:16
Ég er farin ađ hlusta á jólalög.
Uppáhalds jólalagiđ mitt er alltaf O holy night (Ó helga nótt) og í gćr hlóđ ég niđur nokkuđ mörgum upptökum af ţví og bar saman. Sumum henti ég út strax, eins og útgáfunum međ Destiny's child (gat ekki einu sinni hlustađ á byrjunina), Rebu McIntyre (of mikiđ kántrí) og Sufjan Stevens (veit ekki einu sinni hvađ ţađ var).
Ţá voru eftir ţrjár útgáfur, Amy Grant, Il Divo og Josh Grobin. Il Divo útgáfuna vantar alla sál. Raddirnar eru fallegar en mér fannst svolítiđ eins og ţarna vćru vélmenni ađ syngja. Útgáfan međ Josh Grobin er mun betri en ţó finnst mér sú útgáfa ekki alveg nógu sterk. Til dćmis ţegar hann syngur 'o night divine' í síđara skiptiđ ţá fer hann ekki hátt upp. Kannski er ţađ bara af ţví ađ ég er vön ţví ađ söngurinn fari upp ţar sem ég er ekki nógu ánćgđ međ ţetta, en ađallega vegna ţess ađ ég fć vanalega gćsahúđ á ţessum stađ í laginu ţegar vel er gert! Góđ útgáfa en ekki alveg eins góđ og ég vildi hafa hana. Hrifnust er ég af útgáfu Amy Grant. Vel sungiđ og mikil tilfinning í laginu.
Ég hlustađi ekki einu sinni á útgáfur N'Sync, 99 Degrees og fleiri sem mátti finna á netinu. Hafđi einhvern tímann heyrt ţćr áđur og ekki líkađ. En ţađ eru ábyggilega til fjölmargar ađrar útgáfur. Hvađ finnst ykkur besta útgáfan af ţessu lagi?
Annars hef ég aldrei heyrt ţetta lag eins vel sungiđ eins og ţegar Óskar Pétursson söng ţađ međ Karlakór Akureyrar fyrir nokkrum árum.
Ţađ er annars skrítiđ hvađ hefur áhrif á okkur. Mér finnst t.d. ađ ţađ eigi alltaf ađ enda jólasöng á Heims um ból, ţađ lag má aldrei koma fyrr í dagskránni (ţoli ekki ţegar ţađ er sett inn í miđja geisladiska). í Norđur Ameríka er oft endađ á White Christmas, sem er ágćtist lag (sérstaklega međ Bing Crosby) en mér finnst ţađ algjört nónó ađ setja ţađ á eftir Heims um ból.
Ég er hrifin af lögum eins og Away in a manger og It came upon a midnight clear sem bćđi eru undurfalleg en virđast ekki hafa náđ vinsćldum á Íslandi (eđa er ţađ rangt hjá mér?). Og ég mun alltaf elska Last Christmas, kannski af ţví ađ ég var á réttum aldri ţegar Wham var upp á sitt besta.
Af íslenskum jólalögum fer mest fyrir laginu Ţú komst međ jólin til mín međ ţeim Björgvini Halldórssyni og Rut Reginalds. Ég hef ekki hugmynd af hverju. Kannski af ţví ađ ég er svo sammála textanum. Jólin eru bara svo miklu betri ţegar mađur deildir ţeim međ fólki sem mađur elskar. Og ţá sérstaklega ţegar mađur er ástfanginn. Ég er líka undarlega hrifin af laginu Ţú og ég međ Höllu Margréti og Eiríki Haukssyni. Nú er ég ađ hlusta á Guđs kristni í heimi međ frćnda mínum heitnum Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Villi var án efa međ eina fallegustu rödd allra íslenskra tónlistarmanna. Platan hans og Ellýjar er líka alltaf skemmtileg.
Annars er eitt fallegasta jólalag sem ég hef heyrt finnska lagiđ Sylvia's Christmas song (Sylvian joululaulu). Viđ sungum ţetta í Skandinavíukórnum í Winnipeg fyrir nokkrum árum. Ţetta var uppáhaldslag Yrju, gamallar finnskrar konu sem söng međ okkur. Í hvert sinn sem viđ sungum lagiđ á ćfingu sagđi Yrja alltaf: It's so beautiful. Annađ eđa ţriđja áriđ sem ég söng međ kórnum veiktist Yrja af krabbameini. Allur kórinn heimsótti hana á sjúkrahúsiđ ţegar hún lá banaleguna. Viđ sungum m.a. ţetta lag og allur hópurinn grét. Ég veit ekki hvernig viđ komumst í gegnum lagiđ - sjálf kom ég varla upp hljóđi fyrir ekka. Ţađ var í síđasta sinn sem viđ sáum hana. Hún dó nokkrum dögum síđar. Fyrir nokkrum árum spurđi ég finnska konu um ţetta lag og hún sagđi mér ađ ţetta vćri líklega vinsćlasta finnska jólalagiđ. Kannski er lagiđ mér svo kćrt ţví ţarna er veriđ ađ hugsa til jóla bernskuáranna, jólanna í heimalandinu ţegar mađur sjálfur býr annars stađar. Ég set inn enska textann og svo Youtube útgáfur međ Elli Vallinoja (sem ţó er ađeins af hröđ fyrir minn smekk) og Antony Parviainen (sem er svolítiđ ţungarokksleg en ađ sumu leyti flottari).
Sylvia´s Christmas song
Now Christmas did come to the north country here;
Christmas came to the snow covered strand.
Now candles are burning and shedding good cheer
Across all the broad, far flung land.
But hanging on high from the cross beam above,
A bird cage now holds captive my pretty dove,
Which, pining away, makes no sound, high or low;
Oh, who will take heed of the prisoner´s woe?
Oh, star, glowing bright, may your light shine on high,
O´er the northland´s remote wintry scene.
And then, when your radiance fades in the sky,
Your mem´ry will linger in dreams.
So dear none can I ever anywhere find
As my native country, the land of my kind!
And thanks do I offer with Sylvia´s song,
Resounding forever so splendid and strong.
(Transl. by Paul Sjöblom, © WSOY)
Athugasemdir
Sćl Kristín.
Hér ertu auđvitađ međ langbestu útgáfuna af ţessu lagi!
Kveđja, Matthías
Ár & síđ, 8.12.2007 kl. 23:05
Skemmtilegur pistill hjá ţér og góđ jólalög sem ţú velur.
Er einmitt mikill jólakall og jólalögin órjúfanlegur hluti ţess ađ vera slíkur.
Á mér nokkur uppáhalds en svo á ég mér allra uppáhalds sem ég hlusta einungis á einusinni á ári:
All alone on christmas - Darlene Love
Carol of the bells - Kór undir stjórn Roberts ShawÍ dag er glatt í döprum hjörtum - Karlakór fóstbrćđra
In dulci jubilo í- Vienna boys choir
Kveđja
Egill
Egill (IP-tala skráđ) 8.12.2007 kl. 23:11
Ég er alveg sammála ţér međ val á uppáhalds jólalagi! O Holy Night er langfallegasta lagiđ - held ađ flottasta útgáfan sem ég hef heyrt hafi veriđ í jólamessu hjá Ömmu Önnu fyrir nokkrum árum ţar sem kirkjukórinn fékk einhvern ungan mann til ađ syngja einsöng :) Önnur lög sem eru efst á lista hjá mér: Ţú komst međ jólin til mín og All Alone on Christmas - klikkar ekki :)
kv. Ingunn frćnka
Ingunn (IP-tala skráđ) 9.12.2007 kl. 02:07
Eg dett alltaf minnst 20 ar aftur i timann thegar eg heyri kokakola jolalagid, thad eru ekki jol an thessa lags...thanks god for internet segi eg nu bara thvi her a italiu er audvitad ekki verid ad spila svona nostalgiuauglysingar i sjonvarpinu fyrir jolin! Eg hef alltaf verid mikid fyrir ad hlusta a jolalog fyrir jol...serstaklega eftir 15. des. En einhvernveginn hefur ordid litid um jolalagahlustun sidan eg kom til Italiu. Tha tok eg nefnilega joladiskana mina med mer i vinnuna og aetladi aldeilis ad koma folkinu i stemmningu, en tha voru godu fallegu islensku jolapopplogin (eins og t.d. eg og thu) bara daglegdags italskir slagarar. Eg og Thu er t.d. sigurlag San Remo hatidarinnar fra 1984, heitir Ci sarŕ, med thaverandi hjonunum Albano og Romina Power (http://www.youtube.com/watch?v=_Cw0JZuP7AU). Eg var semsagt skotin a kaf med jolalogin og hef ekki nad mer almennilega a strik aftur. Nuna thegar eg er heima med Oscar hef eg hisnvegar hugsad mer ad endurlifga jolalagahlustunina.
Rut (IP-tala skráđ) 9.12.2007 kl. 08:35
Sálfur er ég hvađ mest heillađur af laginu "A Spaceman came travelling" og ţá í flutningi Gregorian (karlakór alveg meiriháttar), og svo finnast mér Frostrósir syngja ţetta lag á íslensku yndislega vel.
Hér er hlekkur međ myndbandi Páls Óskars viđ ţetta lag - ćđislega flott hjá honum finnst mér: http://www.youtube.com/watch?v=qX4pp8ifXjU
Á heimasíđu Frostrósa má svo sjá á forsíđunni myndband af flutningi ţeirra á "Geimferđalanginum" ... mér fannst ţađ flottast hjá ţeim í Glerárkirkjunni um daginn http://www.frostrosir.is/
Varđandi Sufjan Stevens, ţá finnst mér ţađ snilldarjóladiskur og ég fíla ţessa útgáfu af O Holy Night, en ég er sammála ţér međ Amy Grant og Josh Groban - ţó svo ađ ég myndi sennilega hafa Josh ofar en Amy ... ađ míkróleyti
Doddi - Ţorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráđ) 9.12.2007 kl. 17:10
"Sjálfur" átti ţetta auđvitađ ađ vera hjá mér ...
Doddi - Ţorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráđ) 9.12.2007 kl. 17:11
Jólakötturinn í flutningi Bjarkar er líklegast uppáhalds jólalagiđ mitt, svo er ég líka ansi veik fyrir jólaplötunni međ Ţremur á Palli, Gilsbakkaţula og allt ţađ.. :)
Helga Fanney (IP-tala skráđ) 9.12.2007 kl. 19:43
Takk Matti. Já, ţetta er frábćrt útgáfa. Takk líka Egill, ég mun tékka á ţessum lögum. Ingunn, viđ frćnkur höfum greinilega svipađan smekk á jólalögum. Skilađu kveđju til fjölskyldunnar. Hehe Rut, ég man ţegar ţu sagđir mér frá ţessu međ ítölsku lögin. Ţetta virkar líka í hina áttina. Mér finnst til dćmis Oh Tannenbaum ekkert jólalag af ţví ađ viđ sungum ţađ viđ annađ tćkifćri. Doddi, mun tékka á ţessu. Helga, já, útgáfa Bjarkar á jólakettinum er ćđisleg og jólaplatan međ Ţremum á palli klikkar ekki. Hún er einmitt í spilaranum hjá mér núna. Ţađ er engin íslensk jólaplata sem ég spila jafnmikiđ.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.12.2007 kl. 06:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.