Stína fúla

Ég er í hálffúlu skapi í kvöld. Hér eru nokkrar ástæðnanna fyrir því.

  • Í kvöld töpuðu Canucks fyrir Kings sem eru í neðsta sæti deildarinnar.
  • Ég fékk ekki tölvupóst sem ég hélt ég myndi fá í dag.
  • Ég hef ekki komist til að klifra í heila viku (það var verið að færa klifursalinn í nýtt húsnæði) og óvíst hvenær ég kemst næst.
  • Ég er búin að missa einbeitinguna í hollustunni (er farin að borða óhollar og dett í snakk á kvöldin - er hrædd um að ég muni bæta aftur á mig).
  • Hef ekki þorað út að hlaupa í langan tíma því það er búið að vera kalt og ég er enn með vott af kvefi.
  • Finn ekkert ódýrt fargjald til Íslands um jólin og mun því líklega enn á ný eyða þeim fjarri fölskyldunni. Það er í fjórða skiptið á síðastliðnum fimm árum.
  • Langar að baka smákökur en er hrædd um að ég muni detta í þær sjálf og ná á mig öllum 16 pundunum sem ég missti.
  • Langar oftar á skauta en fæ engan með mér. Get ekki gert allt ein.
  • Langar í rómantík en gengur ekkert.
  • Er orðin endanlega þreytt á almenningssamgöngum eftir að hafa staðið í heilan klukkutíma í kuldanum á laugardagskvöldið (á milli eitt og tvö um nóttina) eftir fótboltann, bíðandi eftir strætó.
  • Er fúl yfir að þurfa að borga fimm þúsund krónur fyrir rafmagn og hita og samt vera kalt heima hjá mér.
  • Finnst að ég eigi að fá að hitta Alain Vigneault en er nú búin að búa í sömu borg í rúmt ár án þess að rekast á hann.
Ég ætla að fara að sofa. Kannski verður morgundagurinn bjartari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi, stelpan á bömmer?  Þetta verður betra eftir nætursvefnin, vona samt innilega að þú komist heim um jólin. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 08:54

2 identicon

Bugger, bugger bugger bugger...eins og polyglot sonur minn myndi orda thad! En heyrdu, ertu tha ekki bara buin ad nullstilla ful-maelirinn Stina? Nu getur leidin bara legid uppavid :) Legg eg a og maeli um....ad thu farir i notalega og arangursrika bilferd til White Rock a fostudagskvoldid....a sunnudag hringir svo Alain og bidur ther a leik, og setur thig alveg i klemmu!

Knus og kossar fra Italiu,

Rut (utanlands a jolunum i fjorda sinn a fimm arum, og buin ad saxa mondlurnar i sorur!) 

Rut (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jenný, það eru ekki miklar líkur á því. Það er ekki hægt að fá miða fyrir mikið undir 100.000 kr. og þar að auki hrikalega langt ferðalag því ég get ekki flogið út úr Vancouver (af því að ég er ekki enn búin að fá innflytjendakortið mitt) og yrði því að taka rútu til Seattle, fljúga frá Seattle til Boston eða Minneapolis, þaðan til Keflavíkur og þá á ég enn eftir að koma mér til Akureyrar. Og af því að ég yrði að vera komin til baka áður en kennsla hefst sjöunda janúar þá gæti ég stoppað innan við mánuð og þetta er ansi langt og dýrt ferðalag fyrir ekki lengri tíma.

Rut, við skulum vona að ámæling þín virki. Finnst ólíklegt að Alain hringi þó þar sem hann veit ekki hver ég er. 

En það er ekkert að marka það þótt þú sért búin að vera erlendis fjögur af síðastliðnum jólum. Þú hefur þinn mann og þar af mikilvægasta hluta fjölskyldu þinnar (áður en Oscar fæddist). Ég er ein og fyrstu jólunum hér í Vancouver eyddi ég með fjarskyldum ættingjum sem ég hafði þá hitt aðeins einu sinni eða tvisvar. Þetta var allt öðru vísi þegar ég eyddi jólunum hér úti með Tim.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband