Athyglisverð íslensk tónlist

Um jólin í fyrra reyndi ég mikið að kaupa disk með Seabear þar sem þáverandi kærasti minn hafði fundið þau á MySpace og langaði mikið í tónlistina þeirra. Ég fann diskinn hins vegar hvergi. Hélt að hann hefði kannski verið svo vinsæll að hann hefði selst upp svona snögglega. En sumir starfsmenn búðanna sem ég leitaði í (ég fór í margar margar búðir) höfðu ekki einu sinni heyrt minnst á bandið.

Síðan gleymdi ég öllu um þetta þangað til ég sá þessa frétt núna. Fór og hlustaði á lagið, og nokkur önnur lög, og sit nú og bölva því að hafa ekki fundið þennan disk á sínum tíma. Stórkostleg tónlist. Verð að komast yfir diskinn.

Ég átti reyndar almennt í vandræðum með að kaupa þá íslensku tónlist sem Martin bað um þarna í fyrra. Fann að lokum Shadow Parade, Lights of the highway (frábærir diskar báðir), Pétur Ben (býsna góður diskur líka), Hafdís Huld (ágætur diskur, Martin var sérstaklega hrifinn af honum (disknum)), Lay Low (góður diskur en ég hef samt hlustað minna á hann en fyrstu tvo diskana) og Icelandic Airwaves (Martin hlustaði mikið á þennan disk en ég var ekki eins hrifin). Fyrstu tvo diskana fann ég bara í einn búð hvorn (og ekki sömu búðinni). Það voru alla vega þrír diskar sem ég fann alls ekki. Ég held að Lights of the highway sé algjörlega vanmetin grúbba. Ég get hlustað endalaust á diskinn þeirra.


mbl.is Seabear vinsæl á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.boksala.is/EN/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-42422/

http://www.boomkat.com/item.cfm?id=35128 / http://www.dotshop.se/ds/release.php?code=MM076CD / http://www.amazon.de/Ghost-That-Carried-Us-Away/dp/B000RPCRN6 / http://www.imusic.dk/item/0880918007618/seabear-2007-ghost-that-carried-us-awa-lp /

http://www.myspace.com/seabear

Sigurjón (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hann er til í Smekkleysu plötubúð laugavegi 28 :-)

Kristján Kristjánsson, 12.12.2007 kl. 23:53

3 identicon

Pétur Ben = býsna góður!! er ekki í lagi stelpa .... hann er GEGGJAÐUR úff hefuru séð drenginn ekki bara að hann syngi vel nei nei hann þarf nottla að vera bjútifúl í alla staði í leiðinni!! og úff að fara á tónleika með honum oh það er bara flottast :D

svo er www.tonlist.is alltaf til taks fyrir fólk sem ekki býr heima ... 12 tónar eru svo alltaf með gott úrval en held þeir séu ekki með netverslun en hey ef þú átt leið til Köben þá er 12 tónar með búð þar haha ;p

Hrabba (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar. 12 tónar áttu ekki Seabear diskinn þegar ég fór inn í búðina þeirra um jólin í fyrra og ekki heldur Smekkleysa. Þar sem ég mun ekki koma heim um jólin núna verð ég að panta diskinn af netinu ef ég vil hann. Nú eða bíða þar til ég fer heim næst.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.12.2007 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband