Flott auglýsing

Uppáhaldsauglýsingin mín þessa dagana er nýja auglýsingin fyrir Jeep Liberty. Ég hlæ í hvert sinn sem ég sé hana og er farin að raula lagið í þokkabót. Svona eiga góðar auglýsingar að vera:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Huh... bíllinn ekki dýr-heldur?  Hérna myndu sennilega kindur fljúga inn um topplúguna :-)

En lagið er grípandi, ég held ég þurfi að beita mig hörðu til að skoða þetta ekki aftur. 

En skoðaðu þetta.  (Þú þarft hljóðið á.)

Einar Indriðason, 13.12.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha hún er góð!!  og lagið frábært

Huld S. Ringsted, 13.12.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Dýrsleg (-:

Pétur Björgvin, 13.12.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir tengilinn Einar. Ég hafði séð þetta áður en hló jafnmikið við að sjá þetta aftur. Ótrúlegt hvað hlátur getur verið smitandi - sérstaklega ef hann er pínulítið undarlegur!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:24

5 identicon

haha oh þessi auglýsing er snilld og ekkert smá sætur gaur hehe ... nei bara svona til að koma með annan vinkil á uræðuna ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:52

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmm, heldurðu að salan aukist? Um það snúast auglýsingar, ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góður vinkill Hrabba. Ég myndi alla vega taka hann heim með mér. Berglind, bara það að ég skuli muna að verið var að selja bíl er þó nokkuð. Vanalega gleymi ég slíku jafnóðum. Og eins það að ég fæ ekki leið á auglýsingunni. Í hvert sinn sem hokkíleikur er í sjónvarpinu koma endalausar auglýsingar frá fyrirtæki sem heitir Budget og selur hljóðkúta. Ég hef tilkynnt öllum sem heyra vilja (og líka þeim sem ekki vilja heyra) að ef mig vanti hljóðkút einhvern tímann muni ég EKKI kaupa frá Budget því þeir eru löngu komnir yfir strikið.

Annars held ég að þær auglýsingar sem virki best á mig séu þær sem sýna bráðið súkkulaði, eins og til dæmis gömul Lionbar auglýsing gerði. Fékk mig alltaf til þess að langa í Lionbar þótt mér þyki það ekki einu sinni gott. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.12.2007 kl. 02:12

8 identicon

Alveg brilljant!! Takk fyrir skemmtunina. Svona eiga auglýsingar að vera!

linda (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 06:03

9 identicon

Mjög skemmtileg Auglýsing og uppbyggð þannig að fólk minnist þessarar gleði sem er við lagið og það eru allir vinir í henni og eintóm hamingja auðvitað og svo endar hugsunin á Jeppanum.

Tengir svo hamingjuna við Jeppann og já það er einhvað sem selur grimmt.

Sálfræði á bak við svona auglýsingar,ekkert rusl sem er verið að fjarfesta í,kostar milljarða að auglýsa .

Riddarinn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband