Samþykkt grein, kökubakstur og fleira
14.12.2007 | 07:39
Ég fékk góðar fréttir í dag. Hljóðfræðigreinin sem ég skrifaði með Bryan var samþykkt af tímaritinu Journal of the Acoustic Society of America: Express Letters. Þetta er önnur ritrýnda greinin sem ég fæ birta á þessu ári þannig að ég er að vonum ánægð. Það er líka eins gott því ég tók mér frí frá ráðstefnum svo ég gæti einbeitt mér að ritgerðinni og hef því litlu bætt við ferilskrána þetta árið. En birtar greinar eru auðvitað mun betri fyrir ferilskrána en ráðstefnur.
En ég ætti nú að fara og skrifa útdrátt að svo sem einum fyrirlestri því ég held að þetta nýja efni sem ég hef verið að vinna að gæti verið gott efni á ráðstefnu. Ég stefni alla vega að því að tala á fundi Málfræðifélags Kanada því sú ráðstefna verður hér í Vancouver í vor.
Hér var annars slydda í allan dag en náði þó varla að festa snjó. Þetta er búið að vera hið undarlegasta veður hér að undanförnu. En spáin er fyrir rigningu alla næstu daga sem er mun kunnuglegra veðurfar hér á vesturströndinni.
Ég er annars að baka smákökur. Er búin með eina sort og er með aðra í ofninum. Þarf hins vegar að fara að sofa því klukkan er orðin hálftólf.
Vancouver tapaði í kvöld fyrir San Jose eftir að hafa snilldarlega unnið Stanley meistarana í Anaheim í gær. San Jose hefur einfaldlega betra lið. Hef trú á því að það verði San Jose og Detroit sem berjast um vesturtitilinn í vor og að sigurliðið þar muni svo spila á móti Ottawa. Vancouver er með gott lið en ekki eins gott og þessi þrjú.
Athugasemdir
Til hamingju med greinina Stina :) Thu sendir okkur aritad reprint med hljoddaemum hingad a stigvelid!! Annars er eg lika spennt ad heyra hvernig kokubaksturinn gekk hja ther...gerdirdu baci di dama? A eg ad senda ther poka?
Kv. Rut (nybuin ad baka um 200 piparkokur...heilmikid strid, thvi thad tharf svo mikid gaedaeftirlit vid thetta, eg thurfti ad smakka heilmikid a deiginu obokudu (vonandi fae eg ekki njalg, eins og mer var stundum hotad i bernsku, hehe), og svo amk eina koku af hverri plotu, til ad vera viss um ad allt vaeri nu eins og thad aetti ad vera! Spurninghvort eg legg i thridju sortina!)
Rut (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:03
Takk Rut. Ég get alltaf treyst á þig til að óska mér til hamingju þegar vel gengur og hugga mig þegar illa gengur. Já, ég bakaði Baca di dama en á eftir að setja súkkulaðið á milli. Mér fannst þetta heilmikið mál því það tók óratíma að móta litlu kúlurnar. Ég náði að hafa toppana háa (margir kvöruðu yfir að þeirra yrðu flatir), líklega aft því að ég gerði þá mjög litla, en þeir eru svolítið þurrir. Mun þó ekki meta lokaafurðina fyrr en ég er búin að setja súkkulaðið á milli. Þeir bragðast svolítið eins og biscotti. Sem er ekki slæmt, nema það er erfiðara að dýfa þessum í kaffi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.12.2007 kl. 16:34
Til hamingju!
María Kristjánsdóttir, 15.12.2007 kl. 01:05
Takk kærlega Elísabet og María.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.12.2007 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.