Megi árið 2008 verða okkur öllum gleðilegt!

Ég vil óska öllum vinum, vandamönnum, bloggvinum og blogglesendum gleðilegs árs. Eins og sum ykkar vita kannski hef ég spáð því að árið 2008 verði mun betra ár en 2007 og ég vona að það eigi við um alla. Ég er alla vega sannfærð um að það mun eiga við mig.

Ég óska sjálfri mér þess að ég klári ritgerðina og útskrifist, finni mér góðan mann, fari að minnsta kosti einu sinni til Íslands, fari oft á skíði, skori mörg mörk í fótbolta, verði betri klifrari, missi ein tvö þrjú kíló í viðbót, nái að hitta alla vini mína, líka þá sem búa í fjarlægum löndum (þ.e. fjarri bæði Íslandi og Kanada) og verði almennt hamingjusöm.

Ykkur hinum óska ég þess að allir ykkar (raunhæfu) draumar rætist og að þið eigið yndislegan tíma með vinum og ástmönnum og að þið verðið almennt hamingjusöm.

Ég ætla ekki að strengja nein áramótaheit enda ekki gert það í mörg ár, en ég ætla samt að gera mitt besta til þess að allt ofangreint rætist.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár Kristín og kærar þakkir fyrir bloggvináttuna á liðnu ári.

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt ár Kristín og takk fyrir skemmtileg bloggkynni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 09:36

3 identicon

Gleðilegt ár, Stína mín! Vona að þú náir öllum markmiðunum í  ár, þó þú strengir engin heit :)  Hér á bæ er eina planið að koma sér í form - eins og alltaf..
kær kveðja

Helga 

Helga Fanney (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 12:29

4 identicon

Gleðilegt ár ... mundu bara að reyna ekki um of - maður verður að passa sig á að verða ekki fyrir vonbrigðum að ári ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 14:30

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár Stína!

RAKEL (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband