Aðeins meira um Skaupið

Lausleg úttekt á bloggheimum benti til þess að ég væri í miklum minnihluta með það að hafa hlegið vel og lengi að Skaupinu. En í dag horfði ég á Kastljós og Ísland í dag, þar sem talað var við fólkið á götunni, og þar virtist meiri hlutinn
hrifinn af Skaupinu. Kannski eru bloggarar óvenju neikvæðir (dah!).
Kannski þýðir það að neikvætt fólk er líklegra til að blogga – þarf
að skammast yfir öllu. Kannski ég hefði átt að strengja nýársheiti
eftir allt saman: Vera jákvæðari og skammast minna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hló mikið.  Þetta var fínt grín og beitt.

Már Högnason (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 07:45

2 identicon

Hrefna systir var líka ánægð með skaupið, ég hef hinsvegar ekki séð það.  Okkur systu fannst líka að tími væri kominn á að gefa safnið út á dvd, áreiðanlega margir sem væru til í að eiga það

kveðja

Helga 

Helga Fanney (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góð hugmynd. Ég horfði t.d. á Skaupið 86 sirka 20 sinnum (fyrsta árið sem við áttum vídeótæki og gátum tekið upp).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.1.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband